Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Qupperneq 57
túnþýfisins lokið. En með því, að ég er ekki alveg viss um, að
öllum sé ljóst, liver munur er á endurræktun gömlu túnanna
og nýyrkju, vil ég víkja lítið eitt að því atriði.
Gömlu túnin, þótt þýfð væru, voru á vissan hátt ræktuð.
Aldalöng notkun áburðar og nytjan þeirra, hafði þróað
skilyrði fyrir sérstakt gróðurfélag, er við nefnum oft tún-
gróður, og einnig hafði jarðvegsástand þeirra breytzt, jarð-
vegurinn fúnað og bygging hans orðið hagkvæm heilgrös-
um, senr eru megin uppstaðan í túngróðrinum. Með þeirri
frumstæðu aðferð að bera búfjáráburðinn ofan á landið,
hafði þessi breyting að vísu verið mjög hæg, en þó orðið
smám saman. Hér var því ræktunin komin á undan jarð-
vinnslu og sléttun.
Öðru nráli gegnir þegar við t()kum land til nýræktar. Þá
er engri fornri ræktun til að dreifa, og nreginhluti rækt-
unarstarfsins, svo sem framræsla, bylting, jöfnun, vinnsla,
áburður og sáning, eru þættir, senr fyrst og frenrst eiga að
greiða ræktuninni braut, og vandamál okkar er, hvernig
við bezt getunr hagað þessum stiirfum, þannig að ræktun-
in verði sem hröðust.
Hver sá, sem reynir að hugleiða þessi mál, hlýtur að
skilja, að skyndivinnsla á rætnu landi, svo sem mýrlendi
og ófrjóum óræktarmóum, þótt þurrir séu, er í raun og
veru engin ræktun, heldur aðeins undirbúningur að rækt-
un og sléttun, en sé landið að öllu leyti vel undirbúið hvað
framræslu, vinnslu, frágang og áburð áhrærir og svo vel
með farið og vel áborið næstu ár, má vera, að það ræktist
smárn saman, þannig, að jarðvegurinn fá eðliseiginleika frjó-
moldar, en hve langan tíma þetta tekur, fer eftir meðferð,
veðurfari o. fl.
Ýmissa ráða hefur verið leitað til þess að ná þessu marki,
en með misjöfnum árangri og má vera, að vankunnátta valdi
þar nokkru um. Eitt af því, sem nefnt hefur verið í þessu
sambandi, er endurræktun túnanna, einkum nýræktanna, á
nokkurra ára fresti.
A kalráðstefnunni, sem haldin var í febr. s.l. ár, var þeirri
spurningu varpað fram hvort nokkuð benti til þess, að endur-