Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 58

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 58
ræktun túnanna væri þörf. Andhverfa þessarar spurningar hefði ef til vill verið allt eins eðlileg, þ. e. hvort nokkuð af- sanni það, að endurræktunar sé þörf. Satt að segja er mér ekki kunnugt um neitt, hvorki úr tilraunum né praktiskri reynslu, er skeri úr um þetta. Að vísu mun einu sinni hafa verið byrjað á tilraunum með þetta á öllum aðal tilrauna- stöðvunum, en tilraunin farið nokkuð úrskeiðis á þeim öll- um, meðal annars vegna þess, að þrátt fyrir reynsluna frá þaksléttunum, og tilraunum, er síðar verður getið, var bú- fjáráburðurinn ekki plægður niður við endurvinnsluna. Nýttist hann því verr en skildi, og illgresi gerði mikið vart við sig. Þessi viðleitni sýndi þó tvímælalaust, að tilrauna- ráð taldi, að þörf væri slíkra tilrauna. Bændur og jafnvel leiðbeinendur þeirra, eiga örðugt rneð að sætta sig við, að sléttun og vinnsla lands, sé ekki sama og ræktun þess. Þar af leiðandi eiga þeir ekki hægt með að kyngja því, að fárra ára nýræktir þurfi að endurræktast, nema þær hafi orðið fyrir meiri háttar áföllum. Endur- ræktun gömln túnanna var nauðsyn vegna þess, að þau voru þýfð og ekki véltæk. Það skildu allir. En að sæmilega sléttar nýræktir þurfi endurvinnslu við, finnst víst flestum fjarstæða, nema þær hafi orðið fyrir stórskemmdum af völd- um kals, mannvirkjagerðar eða af öðrum orsökum. Því miður eru ekki allir ágallar nýræktanna augljósir, svo þeim sé verulegur gaumur gefinn. Skal nú vikið að því helzta, sem hvetur til endurvinnslu, og því þá jafnframt svarað, hvers- vegna endurvinnsla túnanna, og sér í lagi nýræktanna, er þörf. Bæði með hliðsjón af því, sem er augljóst, og hinu, sem dylzt öllum fjöldanum. 1. Kalið mun sá þátturinn, sem nú gerir oftast endur- vinnslu túna nauðsynlega, en nokkuð verða landshlutarnir misjafnt úti í þeim efnum, og margt er enn á huldu um það hvenær grípa skal til endurvinnslu af þessum orsökum, eða hvernig henni skuli hagað. 2. Missig lands, þar sem stórþýft hefur verið, eða mikil til- færsla hefur átt sér stað, getur gert endurvinnslu nauðsyn- G1

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.