Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Qupperneq 60
greiðara niður sem jarðvegurinn er nýunnari og gljúpari, en
svo sem kunnugt er eiga svellalög, sem verða til við stöðn-
un vatns á yíirborðinu, drjúgan þátt í kalskemmdum.
Eg man nú ekki að telja fleira, sem gerir endurvinnslu
túna, og sér í Jagi nýræktar, æskilega, ef ekki nauðsynlega,
á fárra ára fresti, en með því að vera má, að einhverjum
þyki ekki röksemdir mínar nógu sannfærandi eða studdar
nægri reynslu og rannsóknum, vil ég fara um sumt af
framansögðu nokkrum fleiri orðum.
Uin fyrstu fjögur atriðin þarf þó varla að ræða. Þau eru
bæði augljós og viðurkennd svo langt, sem þau ná, þótt deila
megi t. d. um áhrif kalsins á jarðveginn, og hvernig úr
þeim skuli bæta.
Fimmta atriðið ætti líka að vera nokkuð augljóst. Allir,
sem eitthvað hafa fengizt við jarðrækt ættu að vita, hve
örðugt er að breyta torfjarðvegi okkar í mold, og eins það,
að frjósemi torfsins nýtist ekki fyr en rotnun hefur átt sér
stað. Sjást þess oft augljós merki, að bezt sprettur meðfram
skurðum og grófum, þar sem uppþurrkun landsins er bezt og
loftið hefur greiðastan aðgang að jarðveginum. Ófúin torf-
jörð veitir gróðrinum mjög léleg vaxtarskilyrði, en er hinn
ágætasti frjóefnagjafi þegar hún tekur að fúna og myldast.
Þannig þótti rústa- og rofamold áður fyrr tilvalinn undir-
burður í flóra og hin ágætustu áburðardrýgindi.
Þá er það búfjáráburðurinn og mikilvægi hans fyrir jarð-
ræktina. Það er vafalaust þýðingarmesta atriðið í sambandi
við endurvinnslu túnanna, að fá tækifæri til þess að koma
honum niður í jörðina og ætti eitt tit af fyrir sig að vera
nægileg rök fyrir endurvinnslu. Fyrst og fremst eykur búfjár-
áburðurinn smáverulíf jarðvegsins og þar með rotnun lians
og umbreytingu, en um þetta vitum við reyndar of lítið. —
Hins vegar nýtist búfjáráburðurinn margfallt betur plægð-
ur niður í jarðveginn heldur en breiddur ofan á eða herf-
aður saman við moldina. Þetta sýndu tilraunir Ræktunar-
félags Norðurlands á árunum 1931—’36 mjög greinifega.
(Samanber Ársrit Rf. Nl. 1936, bls. 25—45). Má heita stór-
furðulegt live bændur og leiðbeinendur þeirra hafa snið-
63