Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 61

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 61
gengið þessar staðreyndir og þar með vanmetið búfjáráburð- inn og gildi hans fyrir ræktunina. Má i því sambandi benda á ýmiskonar vangaveltur um að losna við búfjáráburðinn á sem anðveldastan Iiátt, án tillits til notagildis. Sjálfsagt olli það að einhverju leyti þessu iifugstreymi, að þegar þessar tilraunir voru gerðar, var ekki tiltæk hagkvæm aðferð til að koma áburðinum niður í jörðina, en í sambandi við endur- vinnslu túnanna, ætti þetta ekki að vera neinum vandkvæð- um bundið. Eg geng þá út frá því, að um nokkurn vegin slétt land, þar sem engrar tilfærslu er þörf, sé að ræða. Aðferðin yrði þá þannig í megindráttum: Fyrst er áburðinum dreift á landið, sem endurvinna skal, og landið plægt til 12—15 cm dýptar, nokkuð jafnóðum. Fellur þá áburðurinn undir strengina, sem hvolfast yfir hann. Síðan er flagið herfað á venjulegan hátt, án þess þó, að strengirnir hvolfist við eða grasrótin komi upp. Að lokum er svo grasfræi sáð í flagið og gengið frá því á venju- legan hátt. Bezt mun að nota nokkuð mikið áburðarmagn þegar tækifæri gefst til að koma því niður í jörðina, helzt 60—100 tonn á ha. Líklegast verður hagkvæmast að bera á og plægja áburðinn niður að haustlagi, að minnsta kosti þar, sem ekki þarf að óttast allt of mikið úrfelli og afrennsli. Það auðveldar vinnslu og molnun jarðvegsins að láta hann liggja í plógstrengjum vetrarlangt. Annars má vafalaust hafa ýmsan hátt á þessu, og verða staðhættir, veðurfar, reynsla og aðrar ástæður að ráða þar mestu um. I þessum efnum, eins og á öðrum sviðum ræktunarmál- anna, getur mismunandi tilhiigun komið til greina og ýms- ar spurningar bíða úrlausnar, en þeirri staðreynd verður varla hnekkt, að það er stór ávinningur að plægja niður bú- fjáráburðinn; bætir jarðveginn, sparar vinnu og stóreykur notagildi áburðarins. Þetta atriði er svo mikilvægt, að það réttlætir fullkomlega endurvinnslu túnanna, þótt fleira kæmi ekki til. Það skal þó tekið fram, að ég ætlast ekki til endurvinnslu annars staðar en þar, sem ræktunin hefur á einhvern hátt gengið úr sér, eða skilar ekki eðlilegum og viðunandi ár- 64

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.