Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Síða 63
verið sú, að yfirborðsvatnið sígur greiðast niður yfir lokræs-
unum. Við endurvinnslu túna, þar sem aðeins er plægt í
12—15 cm dýpi, er þess varla að vænta, að varanleg áhrif geti
orðið í þessa átt, en sennilega mætti auka þau með því að
setja rótfjöður á plóginn, sem græfi plógfarið niður í 40—50
cm dýpi. Væri sannarlega þess vert að reyna slíkt.
Svo skal ekki fjölyrða um þetta mikið frekar og er þó
margt ósagt um þetta mál. Eg tel mig hér að framan hafa
fært sæmileg rök að því, að endurræktun túna sé þörf og
geti orðið grasrækt okkar til mikils framdráttar, sé rétt á
haldið. Ég hefi ekki séð ástæðu til að ræða um mismunandi
form, er hugsast gætu á slíkri ræktun, þ. e. plægingu búfjár-
áburðar niður í jörðina með eftirfylgjandi vinnslu og gras-
fræsáningu. Auðvitað á þessi vinna að framkvæmast með
heimilistraktorum og viðeigandi plóg og herfi. Um grasfræ-
ið ræði ég ekki, en verð þó að segja, að í þá röska hálfa öld,
sem ég hefi fylgzt nokkuð með íslenzkri grasrækt, hefur mér
aldrei virst meiri óvissa ríkjandi um grasfræ til sáningar í
tún okkar en nú. Þegar ég t. d. sé grasfræblöndur með 50%
vallarfoxgrasfræi auglýstar til notkunar við varanlega tún-
rækt, þá verður mér á að spyrja: Hvaða reynsla eða tilraunir
staðfesta það, að þessi grastegund sé varanleg hér á landi,
jafnvel þótt leitað sé til veðursælustu sveita? Fyrir svo utan
það, að hún þolir mjög illa beit, þótt hún að öðru leyti sé
ágæt fóðurjurt og geti gefið ágæta uppskeru, meðan hún
endist. Hún gæti því hentað bezt í tún, sem aðeins eru
notuð til slægna og endurræktuð eru á fárra ára fresi. —
Annað, sem sérstaklega hefur vakið athygli mína, er hve
lítils megandi háliðagrasið er orðið í fræblöndunum. Það
er þó tvímælalaust harðgerðasta erlenda grastegundin, sem
við höfum reynt að rækta hér. Ekki getur það talist sak-
næmt, á tímum kólnandi veðurfars og vaxandi kals, þótt
háliðagrasið sé flestum grösum fljótvaxnara, því reynslan
sýnir, að það getur skilað ágætum háarvexti, sé vel á borið
og fyrri sláttur sleginn snemma. Lengst af höfum við notað
finnskt háliðagras, en nú mun einnig amerískt háliðagras
á markaðnum. Ekki veit ég til þess, að neinar samanburðar-
6G