Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 65
I’ÓRARINN LÁRUSSON:
STARFSSKÝRSLA
Skýrsla sú, sem hér fer á eftir, var lesin upp á aðalfundi
Ræktunarfélags Norðurlands þann 30. október 1970. Birt-
ist hún hér lítið eitt breytt, og þá helzt, að kafla um tilraun
með snefilefnið seleníum handa kúm á Bringu í Öngulsstaða-
hreppi er að mestu sleppt, þar eð því efni er ætlað í sjálf-
stæða grein síðar.
Skiptist grein þessi einkum í þrjá hluta, eða efnagrein-
ingar, sérathuganir og framtíðarhorfur.
EFNAGREININGAR
Efnagreiningunum má skipta niður í jarðvegs- og heyefna-
greiningar og aðrar efnagreiningar.
Jóhannes Sigvaldason, forstöðumaður rannsóknastofunn-
ar, fjallar um jarðvegsefnagreiningarnar og það, sem að þeim
lýtur á öðrum stað í ritinu.
Frá haustinu 1969 hafa verið efnagreind u. þ. b. 570 hey-
sýni, sem skiptast þannig: Þjónustuefnagreiningar fyrir
bændur 232; úr tilraunum 260, og frá sérathugunarbæjum
(SAB) 78. Hinir svonefndu sérathugunarbæir (skst. SAB),
verða kynntir nánar síðar í grein þessari.
I Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands (65. árg. 1968, bls.
24), gefur að líta töflu yfir steinefnamagn í norðlenzku heyi.
Þykir rétt, til frekari glöggvunar lesendum, að endurrita