Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Qupperneq 71
mælingar á þvagi „heilbrigðra“ kúa á Lundi og Galtalæk.
Þá var gerð ein slík mæling á kúm í Skjaldarvík. Alls voru
um 250 sýni úr 75 kúm efnagreind.
Þótt enginn afgerandi munur á heilbrigði hafi komið í
ljós við seleníumgjöfina, er þó ljóst, að eitthvert jafnvægis-
leysi virðist vera á milli kalsíums og fosfórs í Bringukúnum,
miðað við að samanburðarkýrnar hafi verið heilbrigðar. Þá
er það og athyglisvert, að þær kýr, sem lengst voru leiddar,
skildu út margfalt (allt upp í 200 falt) meðal-fosfórmagn í
þvaginu. Segja má, að gildi þessarar tilraunar birtist sumpart
í hinum almennu niðurstöðum efnagreininganna, við þess-
ar aðstæður. Þar sem rannsóknum þessum verða gerð betri
skil síðar, mun spjalli um þær ljúka hér með því að gefa
meðaltöl yfir allar mælingarnar.
Magn fosfórs er gefið upp í mg á kú á dag, en önnur
steinefni í meq (= milliquivalentum = millijafngildum,
sem er mun raunverulegri mælikvarði á virkni málm-
anna í upplausn en fjöldi atóma þeirra, að ekki sé minnst á
massa þeirra) á kú á dag. Er þá miðað við, að hver gripur láti
frá sér 10 1 af þvagi á dag.
Sýrustig (pH) .........
Fosfór (mg á dag) .
Kalí (meq á dag) . . . .
Kalsíum (meq á dag)
Natríum (meq á dag)
K/Na — hlutfall ....
7,77 (sveifla 6,8 — 8,4 )
21,2 ( - 5,6- 111=»)
3090 ( - 1350-4100 )
156 ( - 16- 490 )
410 ( - 0-2000 )
7,6
Að auki voru minni háttar efnagreiningar framkvæmdar
fyrir ýmsa aðila.
* Þrjár kýr ekki með í meðaltalsútreikningi. Þær voru Flekka á Bringu,
sem komst í 4250, Tinna á Bringu í 259 og Dimma í Skjaldarvík í
870 mg á dag.
74