Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Qupperneq 72
UM SÉRATHUGUNARBÆI (SAB)
Hugmyndin um að koma á fót sérathugunum á bæjum á
sér vafalaust þó nokkuð langa sögu í liugum ýmissa manna.
Framkvæmdaratriðið hefur þó ekki látið á sér bæra fyrr en
nú hin allra síðustu ár, þegar vísir að slíku var tekinn upp
við Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Síðastliðin 2—3 ár
hafa verið tekin á hennar vegum um 20 sýni úr hverri sýslu
á landinu og þau verið efnagreind, sérstaklega með tilliti til
meltanleika og prótein- og steinefnamagns (Ca, P, K, Na og
Mg). Tilgangurinn með þessu hefur einkum verið sá, að fá
fram einhverjar grundvallartölur til viðmiðunar varðandi
íslenzkt heyfóður, jafnframt því að þjóna einstökum bænd-
um beint þannig. Vegna þess hversu náttúran getur verið
margbreytileg frá einum stað til annars, og þeir þættir, sem
áhrif geta haft á slíkar niðurstöður eru margir, þarf að reyna
að útiloka eins marga þeirra og hægt er. Með þetta fyrir
augum, og til að fá samræmi milli ára á einhverjum ákveðn-
um stað, verður því að nota sömu jörðina ár eftir ár. Er þá
nærtækt að kalla bæ jarðarinnar t. d. sérathugunarbæ (SAB).
SAB-hugmyndin skapaðist með okkur Jóhannesi Sigvalda-
syni s.l. vetur. Eftir því, sem við hugsuðum meira um þetta
verkefni í ljósi þeirrar þekkingar og reynslu af jarðvegi, heyi
og skepnulialdi í fjórðungnum, kom okkur saman um að
byrja með u. þ. b. 20 bæi, dreifða að mestu tilviljunarkennt
yfir svæðið. Ástæðan fyrir að hafa bæina ekki fleiri í byrjun
var sú, að okkur þótti vænlegra til árangurs að gera því
gaumgæfilegri athugun á hverjum og einstökum. Athyglin
mun einkum beinast að því að leggja efnafræðilegt mat á
framleiðsluna, í hvaða formi, sem hún kann að vera í það
og það skiptið; í jarðveginum, heyinu, vefjum skepnanna,
afurðum þeirra eða úrgangsefnum. Fyrst og fremst þótti
okkur aðkallandi að fylgjast með hringrás steinefnanna í
náttúrunni, og þá ekki hvað sízt snefilefnamagninu. Okkur
var það og ljóst, að verkefni þetta væri meira en að segja
það og kallaði fyrst og fremst á bætta aðstöðu og aukið fjár-
75