Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 78

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 78
JÓHANNES SIGVALDASON: STARFSSKÝRSLA 1969-1970 Haustið 1969 bárust jarðvegssýni úr 5 sýslum. Samtals 2550 sýni. Ur Vestur-Húnavatnssýslu bárust nú 65 sýni. Ur Aust- ur-Húnavatnssýslu konru 85 sýni. Skagfirðingar sendu 600 og úr Eyjafjarðarsýslu og SuðurÞingeyjarsýslu bárust 900 sýni úr hvorri sýslu. Eins og tvö undangengin ár var efna- greint í þessunr sýnum fosfór, kalí, kalsíum og sýrustig. — Efnagreiningum var lokið í apríllok og niðurstöður höfðu verið sendar til búnaðarsambandanna í byrjun maí. Jarðvegssýni hafa nú borizt frá eftirtöldum stöðum síðan rannsóknarstofan tók til starfa 1965: Úr Norður-Þingeyjar- sýslu hafa borizt sýni úr Þistilfirði, þ. e. frá flestum bæjum í Sauðaness- og Svalbarðshreppum, en ekkert frá öðrum stöð- um úr þeirri sýslu. Úr Suður-Þingeyjarsýslu hafa nú borizt sýni frá velflestum bæjum úr öllum hreppum nema Reyk- dælahreppi. Af starfsvæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar eru komin sýni nema úr Hrafnagilshrepp og nokkrum bæjum kringum Akureyri. í Skagafirði er fyrstu umferð sýnatöku lokið og koma á þessu hausti 1970 sýni frá bændum sem búið er að taka sýni hjá áður. Úr Austur-Húnavatnssýslu er búið að taka sýni úr flestum túnum í öllum hreppum nema Vind- hælishreppi, en þaðan hafa engin sýni borizt. I Vestur-Húna- vatnssýslu hefur sýnataka verið mjög af skornum skammti en á liðnu hausti var þó gert nokkurt átak og tekin sýni á nokkr- um bæjum á víð og dreif um sýsluna og að allmiklu leyti úr Ytri-Torfustaðahrepp, en í þeirn hreppi hafa nú verið kort- lögð tún. 6 81

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.