Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 79

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 79
Taka jarðvegssýnanna er í höndum búnaðarsambandanna og sjá ráðunautar þeirra um að taka sýnin. Nauðsynlegt er að kort sé til af þeim túnum, sem taka á sýni úr. A undan- fömum árum hefur verið gert stórátak í því að kortleggja tún hér á Norðurlandi og búið er nú að kortleggja þau langflest. í framkvæmd hefur þetta þó verið þannig að oftast hafa tún- in verið mæld upp sama sumar og jarðvegssýni eru tekin. Hafa því sjaldnast verið til kort af túnunum þegar sýni voru tekin. Þegar önnur umferð sýnatöku hefst, nú á næstu árum, má reikna með að þetta verði mun auðveldara viðfangs. Ástæður fyrir því, að nauðsynlegt er að kortleggja túnin og raunar allt ræktanlegt land, eru augljósar en til frekari áherzlu má nefna eftirfarandi: I fyrsta lagi má segja að það sé fyrsta skilyrði til þess að bóndi geti borið rétt á, að hann viti með vissu hvað sú túnspilda er stór, sem hann ætlar að bera á. Slíkt verður ekki almennt í lagi fyrr en gerð hefur verið nákvænt mæling og kortlagning á viðkomandi túni. I öðru lagi þá er reynslan sú, að margir bændur hafa hvorki númer eða nöfn á hinum ýmsu túnspildum, og því er nauð- synlegt að koma hér á skipulagi með því að mæla og teikna upp túnið og gefa hverri túnspildu númer (eða nafn) áður en jarðvegssýni eru tekin. Taka sýnishorna skal fara fram að haustinu i sept,—okt. Efnagreiningar eru gerðar að vetrinum og þegar niðurstöður hafa verið ritaðar eru þær sendar til ráðunauta búnaðarsam- bandanna í tvíriti. Heldur búnaðarsambandið iiðru eintak- inu, en hitt fer ráðunauturinn með til bóndans og aðstoðar hann við að gera áburðaráætlun í samræmi við niðurstöður jarðvegsefnagreininganna. Það er tvímælalaust mikilsvert að niðurstöðunum sé komið þannig til skila að farið sé með þær til hvers bónda og þær útskýrðar. Allverulegar endurbætur hafa nú verið gerðar á áburðarbók B. í. Hefur Sigfús Ólafs- son kennari á Hólum átt drýgstan þátt í þeim endurbótum. Eru nú þessar nýju áburðarbækur notaðar í a. m. k. Suður- Þingeyjarsýslu, Eyjafirði og Skagafirði. Áburðarleiðbeining- ar út frá jarðvegsefnagreiningum eiga sér ekki langan aldur hérlendis, en það er von okkar að í framtíðinni telji hver 82

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.