Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 80
einstakur bóndi það sjálfsagða tryggingu fyrir réttari áburð-
arnotkun að senda jarðvegssýni til efnagreiningar á fárra ára
fresti.
RANNSÓKNIR
Eitt af megin verkefnum Rannsóknarstofu Norðurlands hef-
ur frá upphafi verið að vinna að ýmsum rannsóknum; taka
til meðferðar og kryfja til mergjar eftir því, sem tök leyfa,
ýmis vandamál, sem aðsteðja í búskap bænda. Má í því sam-
bandi nefna rannsókn á brennisteinsskorti, sem oft hefur ver-
ið umrædd og ekki er ætlunin að fjölyrða frekar um hér. Þá
hafa verið gerðar inni á rannsóknarstofu ýmsar greiningar á
jarðvegi, t. d. nokkuð ýtarleg athugun á alúmíníummagni
jarðvegs, athugað kalsíum, magníum og natríummagn o. fl.
mætti til tína, sem gert hefur verið af beinum rannsóknum.
Á liðnu ári voru rannsóknir auknar að mun og er það að
mestu að þakka auknu starfsliði. Þórarinn Lárusson gerir á
öðrum stað í ritinu grein fyrir þeim tilraunum og athugun-
um, sem hann hefur haft veg og vanda af, en hér er ætlunin
að víkja ögn frekar að jarðvegsefnagreiningum og tilraunum
í sambandi við þær. Síðastliðin þrjú ár hefur verið mælt
kalsíummagn í (illum jarðvegssýnum, sem til stofunnar hafa
borizt. Hefur kalsíummagnið verið mjög lágt á ýmsum stöð-
um og virðast tveir meginþættir ráða hversu mikið er af
þessu efni í moldinni, en það er jarðvegstegundin og veður-
farið. Eftir því sem hitastig er lægra og úrkoman meiri því
minna er kalsíummagnið í jarðveginum að öðru jöfnu. Sand-
jarðvegur er einnig mjög fátækur á kalsíum. Gerð hefur ver-
ið nokkur athugun á því hvort tún með lágu kalsíummagni
spryttu verr en hin með hærra magni. í uppgjöri þessu eru
notaðar upplýsingar bænda, sem safnað er þegar jarðvegssýni
eru tekin. Niðurstöður þessara athugana benda til þess að
tún með mjög lágu kalsíummagni spretti verr en þau, sem
rneira höfðu af þessu efni. I framhaldi af þessari athug-
un voru síðastliðið sumar, 1970, gerðar tvær tilraunir með
83