Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 81

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 81
kalsíumáburð á kalsíumsnauðum jarðvegi í Suður-Þingeyjar- sýslu. Niðurstöður þessara tilrauna á fyrsta ári sýndu þó ekki neinn uppskeruauka fyrir kalsíum, en ætlunin er að halda þeim áfram nokkur ár og reyna að fá úr því skorið hve kalsíumfátæk íslenzk gróðurmold má vera svo ekki hljótist af uppskerutjón. Þá voru einnig á liðnu sumri hafnar nokkr- ar tilraunir með fosfór og kalíáburð í Eyjafirði, Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Er með þeim ætlað að treysta grundvöllinn undir leiðbeiningar út frá jarðvegsefnagrein- ingum. FRAMTÍÐARVIÐHORF Á síðasta aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands voru horn- ar fram nokkrar tiliögur um aukna og víðtækari starfsemi hjá Rannsóknarstofu Norðurlands. Voru þessar tillögur þá lagð- ar fyrir sérstaka nefnd, sem um þær fjallaði, þær síðan rædd- ar á fundinum og samþykktar. Við starfsmenn Rannsóknar- stofunnar, ásamt stjórn Ræktunarfélagsins, höfum á liðnu ári reynt að fylgja jressum tillögum eftir. Sótt var um það til fjárveitinganefndar Alþingis síðastliðið liaust að fá hækkað- an ríkisstyrk til rekstrar stofunni. Með aðstoð góðra manna fékkst sá styrkur hækkaður um kr. 100.000.00 eða í kr. 250.000.00, sem var sú upphæð, sem farið var fram á. Er von- andi að við mætum velvilja Alþingis áfram þar sem sífelldar hækkanir launa og annars reksturs kalla á síhækkandi fjár- veitingar svo þessi stofnun okkar megi lífi halda. Þar sem svo vel rættist úr með peningamál um áramót 1969—70 lögðum við ótrauðir út í það að athuga önnur atriði, sem samþykkt voru á síðasta aðalfundi. Eins og þá var gert ljóst, er húsnæði það, sem stofan liefur í btiið frá upp- hafi, mjtig lítið og bíður ekki upp á neina aukningu á starf- seminni. Því var það grundvallaratriði fyrir aukinni starf- semi að fá stærra húsnæði. Ljóst var að ekki kom til greina að byggja frá grunni, heldur yrði að leysa húsnæðisvanda- málið með því að leigja. Nú er hentugt húsnæði til þessarar 84

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.