Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 82

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 82
starfsemi ekki á hverju strái. Voru athugaðir ýmsir staðir en í öllum tilvikum voru einhverjir þeir annmarkar, sem hindr- uðu að leiga kæmi til greina. Rannsóknarstofu Norðurlands hafði fyrir u. þ. b. tveim árum staðið til boða að fá til leigu húsnæði í húsi byggingavörudeildar Kaupfélags Eyfirðinga á Gleráreyrum. Á þeim tíma var frá þessu horfið þar sem húsnæði þetta er á fjórðu hæð og engin lyfta í húsinu, en slíkt má telja nauðsynlegt. Síðastliðinn vetur ákvað hins veg- ar KEA að setja vörulyftu í umrætt hús og breyttust þá við- horf. Voru hafnar viðræður við forráðamenn KEA og á stjórnarfundi hjá stjórn Rf. Nl. 27. apríl 1970 var samþykkt aðganga að leigutilboði kaupfélagsins. Húsnæði þetta á Gler- áreyrum var óinnréttað með öllu en skal innréttast af KEA að öllum naglföstum skilrúmum, rafmagni, vatni og loft- ræstingu. Rannsóknarstofan aftur á móti sér um rannsóknar- stofuborð og aðra innanstokksmuni. Teikning af innrétting- um var írágengin á miðju sumri, en smíði á innréttingum hófst ekki fyrr en í septemberlok. Áætlað er þó að stofan verði tilbúin í byrjun næsta árs, 1971. Nú er það svo að húsnæðið eitt út af fyrir sig nægir ekki til afreka á rannsóknasviði. Svo hægt sé að rannsaka þurfa ýmis tæki. Þau tæki, sem keypt voru til rannsóknarstofunnar 1965 og notuð hafa verið síðan eru í sjálfu sér í fullu gildi, en hafa sínar takmarkanir. Nú er eins og nánar er skýrt frá í skýrslu Þórarins Lárussonar, áætlað að gera snefilefnagrein- ingar og því nauðsynlegt að kaupa tæki til þeirra rannsókna, einnig þarf að kaupa tæki til ákvörðunar á fóðurgildi. Rann- sóknarstofan hlaut á liðnu sumri styrk frá Atlantshafsbanda- laginu til snefilefnarannsókna og verður þeim peningum varið til tækjakaupa, en þó vantar nokkuð á, að fé sé til í umrædd tæki. Vonandi rætist þó úr um það. Vissulega eru erfiðir tímar í landbúnaði okkar Islendinga í dag. Meira kal í túnum og minni spretta en æskilegt er, en ég hygg að ein bezta vörnin, sem bændur hafa gegn óáran, er að treysta sem mest rannsókna- og leiðbeiningaþjónustu landbúnaðarins. Fyrir Norðlendinga er það nauðsyn að slík starfsemi sé öflug hér norðanlands. Norðlenzkir bændur 85

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.