Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 89
er haldinn var á Akureyri 29. okt. s.l. Samþykkt var að vísa
þessum tillögum til nefndar. I nefnd til þess að fjalla um
þessar tillögur voru kjörnir:
Jóhann Helgason, Hermóður Guðmundsson, Ólafur Jóns-
son, Aðalbjiirn Benediktsson og Ármann Dalmannsson.
F.r hér var komið var fundi frestað.
Að loknu matarhléi, hófst fundur að nýju með því, að dr.
Stefán Aðalsteinsson flutti erindi.
Stefán sagði m. a.: Grundvöllurinn sem búrekstur okkar
byggist á, er landið, ýmist óræktað, hálf ræktað og fullrækt-
að. Þetta land notum við til þess að hafa á sauðfé og naut-
gripi til framleiðslu á söluhæfum viirum. Til búrekstursins
eða til nýtingar á landi til fóðuröflunar, þurfum við vélar til
jarðvinnslu, fóðurtegundir til að sá, áburð til aukningar á
uppskeru, vélar til fóðuröflunar, geymslu fyrir fóður, búfé til
þess að breyta fóðri í afurðir, byggingu yfir brtfé, og síðast
en ekki sízt þekkingu til að nýta þessa þætti búskaparins á
sem hagkvæmastan hátt. Meginhlutverk hagnýtra landbún-
aðarrannsókna væri að afla nýrrar þekkingar, sem nota má
til bættra búskaparhátta.
Þá ræddi dr. Stefán um hvernig hugsanlegt væri að haga
þessari þekkingarleit. Meta þyrfti hvar þekkingarskorturinn
stendur mest fyrir þrifum. Þá gerði hann samanburð á ýms-
um þáttum búreksturs hér og í öðrum löndum, og nefndi
dæmi um þekkingu, sem hægt væri að fá annars staðar frá
og sannreyna við hérlendar aðstæður. Hann nefndi dæmi
um verkefni, sem taka þyrfti til rannsóknar, s. s. rafgirð-
ingar fyrir sauðfé, tilraunir með jarðvinnslu o. fl.
Þá nefndi hann dæmi um þekkingu, sem væri fyrir hendi,
en ekki nýtt, t. d. varðandi framleiðslu á gráum gærum og
jafnvel hvítum.
Margt fleira kom fram í erindi dr. Stefáns varðandi þörf-
ina á rannsóknum í landbúnaði og hugsanlegan raunveru-
legan árangur.
Síðan vék ræðumaður að störfum Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins, hvaða mannafli væri þar, og að hvaða verk-
efnum væri unnið.
92