Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 92

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 92
1. Fáist ekki það framlag, sem fjárhagsáætlun Rannsókna- stofu Norðurlands gerir ráð fyrir frá rfkissjóði og Búnaðar- félagi Islands, heimilar fundurinn stjórn félagsins að gera ráðstafanir til þeirrar fjárútvegunar, sem með þarf. 2. Fundurinn samþykkir, að árið 1971 verði Ársrit Rf. Nl. selt á kr. 100,00 til búnaðarsambandanna og á kr. 150,00 til áskrifenda. Þá skilaði áliti nefnd sú, sem fjalla átti um tillögur frá ráðunautafundinum. Hafði Ármann Dalmannsson fram- sögu fyrir nefndinni. Allmiklar umræður urðu um álit nefndarinnar, en að þeim loknum var samþykkt eftirfarandi: „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands haldinn á Akureyri 30. okt. telur aðkallandi að stórauka leiðbeininga- þjónustuna í landbúnaðinum á vegum búnaðarsamband- anna frá því sem nú er. I því sanrbandi bendir fundurinn á eftirfarandi: 1. Héraðsráðunautum verði fjölgað það mikið, að starf- andi sé einn héraðsráðunautur fyrir sem næst 100 bændur. 2. Fundurinn telur æskilegt, að héraðsráðunautar annist ekki framkvæmdastjórn fyrir ræktunarsambönd, en sinni hinsvegar öðrum þjónustustörfum, er til falla vegna fram- kvæmda ýmissa laga, er landbúnaðinn varða. 3. Héraðsráðunautar verði starfsmenn eins eða fleiri bún- aðarsambanda, og stjórnir viðkomandi sambanda ákveði vinnutilhögun þeirra. 4. Af kostnaði við ráðunautaþjónustu búnaðarsamband- anna (þ. e. laun, ferðakostnaður og skrifstofuhald) greiðist 65% úr ríkissjóði. Annar kostnaður greiðist af viðkomandi búnaðarsamböndum. Sem leiðir til tekjuöflunar má benda á eftirfarandi: a) Aukið starfsfé frá Búnaðarfélagi íslands, m. a. til þess að jafna fjárhagsaðstöðu sambandanna. b) Fjárframlög frá. Rannsóknastofnun landbúnaðarins vegna væntanlegra starfa héraðsráðunauta í þágu rannsókna og tilraunastarfsemi. 95

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.