Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Page 8

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Page 8
8 LANDSBÓKASAFNIÐ 1 957 — 1958 Westdeutsche Bibliothek, Marburg-Lahn. — J. L. Whittaker, London. — Þjóðbóka- safnið, Peking. — Þýzka sendiráðið, Reykjavík. H d ’t afnið Handritadeild Landsbókasafnsins vex með ári hverju. Þar eru nú skráð 10 810 handrit samtals, og eru þau að fyrirferð um 400 hillumetrar. Nýtt bindi handritaskrár, aukabindi II, hefir nú verið prentað. Liggur þá fyrir prentuð skrá um öll handrit safnsins nema þau, sem borizt hafa síðasta ár. Auk þeirra eru óskrásett nokkur bréfasöfn, sem ekki verða til notkunar fyrst um sinn, vegna þess að sumir bréfritaranna eru enn á lífi. Lárus Blöndal bókavörður, sem annazt hefir umsjón handritanna og skrásetningu undanfarin ár, hefir samið skrána, og þakka eg honum vandvirkni og alúð við þetta vandasama verk, sem ekki er á margra færi að leysa vel af hendi. Sömuleiðis þakka eg dr. Jakobi Benediktssyni orðabókarritstjóra, sem samið hefir viðauka þessa bindis: Skrá um skinnblöð í Landsbókasafni Islands. Skinnblöð safnsins hafa eigi áður verið skráð í heild, og mun því fræðimönnum þykja nokkur fengur í þessari skrá. Á síðustu tveim árum hafa handritasafninu borizt ýms handrit að gjöf og nokkur verið keypt. Þar sem enn er eigi lokið skrásetningu þeirra og könnun að fullu, verður greinargerð um þau og gefendur þeirra frestað til næstu Árbókar, sem væntanlega kem- ur út haustið 1960. Að þessu sinni skal aðeins nefnt eitt merkilegt handrit, sem safninu barst að gjöf frá enskum manni fyrir milligöngu Eiriks Benedikz, sendiráðsfulltrúa í London. Er það dagbók Henry Hollands frá för hans til íslands með MacKenzie sumar- ið 1810, en hann var þá kornungur læknir. Síðar gerðist hann líflæknir Bretadrottning- ar og hlaut þá nafnið Sir Holland. Gefandi handritsins er Mr. David Holland, bóka- vörður við bókasafn brezka þingsins í London, og mun hann vera sonar-sonar-sonur Sir Hollands. Þetta er eiginhandarrit höfundarins, tvö fjórblöðungsbindi, þétt skrifuð með smárri en mjög skýrri hönd og mörgum uppdráttum. Sumt af efni dagbókarinnar mun hafa verið notað í ferðabók MacKenzie, en þrátt fyrir það er handritið hinn mesti kjörgripur, og er Landsbókasafnið í mikilli þakkarskuld við gefandann fyrir þá fágætu rausn og góðvild að senda því handritið að gjöf og leyfa útgáfu, ef til kæmi, án nokk- urs endurgjalds. — Sir Holland var gagnmerkur maður og víðkunnur á sinni tíð. Hann ferðaðist víða um heim og hélt jafnan dagbækur um ferðir sínar. Hann kom hingað til lands öðru sinni á efri árum, og minnist hann þeirrar ferðar í endurminningum sínum, sem komu út skömmu áður en hann dó. Hann lézt haustið 1873, á níræðisaldri. Í handritasafninu er ógrynni kvæða, einkum frá síðari öldum, sem enginn kostur hefir verið að greina til hlítar í hinum prentuðu skrám. Hefir nú verið hafizt handa um að gera nákvæma spjaldskrá um öll þessi kvæði eftir upphöfum og fyrirsögnum með nánari skilgreiningu. Er þetta svo sem að líkum lætur mikið verkefni, sem ekki verður lokið á skömmum tíma. Skrásetning þessi hófst 1. júlí 1958, og vann Sveinn Skorri Höskuldsson, mag. art., að henni til hausts, en síðan Grímur M. Helgason, cand. mag., og Nanna Ólafsdóttir, cand. mag., hálfan daginn hvort. Menningarsjóður hefir lagt fram helming kostnaðar við þetta verk, en menntamálaráðuneytið hinn helminginn. Er þess vænzt, að unnt verði að halda þessari skrásetningu áfram, því að hún er lykillinn að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.