Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Page 10
Merk minningargjöf
Landsbókasafninu er það sérstök ánægja að minnast með nokkrum orðum góðrar
bókagjafar, sem frú Guðmunda Whittaker, nú til heimilis í Hafnarfirði, gaf Landsbóka-
safninu á síðasta ári til minningar um mann sinn, Mr. James Wbittaker, forstjóra í
London, sem lézt 6. febrúar 1957, aðeins 51 árs að aldri.
Gjöf þessi er um 60 bindi verðmætra og vandaðra bóka á ensku, varðandi ísland og
Mr. James Whittaker í skrijstoju sinni.
íslenzk efni. Bækurnar eru úr einkasafni Mr. Whittakers, og eru meðal þeirra merkar og
fágætar útgáfur ferðabóka um ísland.
Mr. Whittaker var fæddur í Edinburgh árið 1906. Hann dvaldist hér á landi á styrj-
aldarárunum og tók þá ástfóstri við land og þjóð. Eftir heimkomuna lét hann ekkert
tækifæri ónotað til þess að greiða fyrir Islendingum og íslenzkum málefnum. Lands-
bókasafninu sendi hann verðmætar gjafir í bókum, handritum og myndum, og fleiri
stofnanir íslenzkar munu hafa notið gjafmildi hans og góðvildar.
Af minningargreinum um Mr. Whittaker í enskum blöðum má sjá, að hann hefir
verið vel metinn í heimalandi sínu og reynzt ótrauður baráttumaður í þágu menningar-
mála. Hann leysti af hendi merk störf, einkurn í fornfræði og náttúrufræði, og var félagi
ýmissa kunnra vísindafélaga. Síðustu árin var bann forstjóri bókaútgáfufyrirtækis í
London og rækti það starf með hugkvæmni og dugnaði. Fyrir störf sín í þágu íslend-
inga var hann árið 1956 sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar.
Landsbókasafnið þakkar frú Guðmundu Whittaker þessa góðu gjöf, sem það mun
með ánægju varðveita til minningar um góðan dreng.