Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Side 11
ÞÓRHALLUR ÞORGILSSON
BÓKAVÖRÐUR VIÐ LANDSBÓKASAFNIÐ
lézt a<5 heimili sínu, Eyri á Seltjarnarnesi, 23. júlí 1958, 55 ára að aldri.
Hann var fæddur 3. apríl 1903 að Knarrarhöfn í Hvammssveit, sonur hjónanna Hall-
dóru Sigmundsdóttur og Þorgils bónda Friðrikssonar. Hann lauk stúdentsprófi við
menntaskólann í Reykjavík vorið 1922, stundaði síðan í nokkur ár nám í rómönskum
fræðum, aðallega í Frakklandi og á Spáni. Eftir heimkonruna fékkst hann við kennslu,
þýðingar og verzlunarstörf, unz hann fékk bókavarðarstöðu við Landsbókasafnið 1943,
er hann gegndi síðan. — Hann var kvæntur Bergljótu Einarsdóttur frá Garðhúsum í
Grindavík og eignuðust þau fjögur börn.
Þórhallur ritaði ýmsar greinar um fræði sín í blöð og tímarit og gaf út kennslubæk-
ur í rómönskum málum. Helztu rit hans í bókarformi eru þessi: Kennslubók í spænsku,
Rvík 1931. — Kennslubók í ítölsku. 1. hefti: ítölsk málfræði, Rvík 1932. 2. hefti: ítalsk-
íslenzkir samtalskaflar og málfræðiæfingar, Rvík 1935. 3.—4. hefti: ítalskir leskaflar
með ítalsk-íslenzku orðasafni, Rvík 1937. — Byltingin á Spáni og borgarastyrjöldin
1936—39, Rvík 1939. — Spænsk málfræði handa framhaldsnemendum, Rvík 1944. -—
Spænsk lestrarbók, Rvík 1948. — Kennslubók í ítölsku, 2. útg., Rvík 1949. — Frönsk
hljóðfræði, Rvík 1951. — Drög að skrá um ritverk á íslenzku að fornu og nýju af latn-
eskum eða rómönskum uppruna. I. Frakkland. Rvík 1954. II. Italía. Rvík 1958. — Auk