Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Qupperneq 150
150
HALLDOR IIERMANNSSON
Halldór gerður heiðursdoktor af Háskóla íslands; hann hafði þá gefið út íslendinga-
bók til heiðurs Alþingi, eins og Munksgaard Flateyjarbók ljósprentaða. Þeir Halldór
og Munksgaard urðu niiklir mátar, gaf Halldór út bækur í tveim bókaflokkum Munks-
gaards og þeir unnu saman í Árnanefnd. Við Richard Beck fluturn með Vestur-Islend-
ingum og Halldóri á hátíðina, og gerðist Beck gleðskaparstjóri á skipinu. En á þessum
árum hittumst við Halldór venjulega aðeins vor og haust í íþöku. Eitt sumar var hann
þó um kyrrt; það var flóðasumarið mikla 1935; hann tepptist á leið milli New York og
Iþöku; fór hann að jafnaði á lest og tók næturlest. Halldóri leiddist stundum í sveitinni
og hafði gaman að skreppa úr fásinninu í Iþöku til New York; þar sat einn af skemmti-
legustu kunningjum hans: Vilhjálmur Stefánsson. Þegar Halldór varð sextugur (1938),
bauð Háskóli íslands honum að halda fyrirlestraflokk um haustið. En eftir ferðina
1939 fór Halldór ekki austur um haf aftur vegna styrjaldarinnar fyrr en 1947 til íslands
í leit að eftirmanni. Eftir það var hann kyrr í íþöku.
Frá árunum fyrir stríð voru manni minnisstæðastar veizlur Halldórs haust og vor.
Alltaf bauð hann á beztu staði í íþöku eða grennd, enda var hann heimagangur í þeim
-— ókvæntur maður. Honum þótti gott að fá sér kokkteil með mat. Halldór var manna
beztur og fyndnastur gestgjafi, sjór af skrítlum og sprettilræðum um menn og málefni,
og það eigi aðeins um íslendinga, er hann hafði kynnzt á skólaárum, Hafnarárum eða
ferðum sínum, heldur líka um marga útlenda merkismenn, fræðimenn, rithöfunda eða
stjórnmálamenn, því Halldór las mikið af bókum, að maður nefni ekki blöðin, íslenzk
og erlend (New York Times og New Yorker), og fylgdist eigi síður með heimspólitík
en íslenzkri hreppapólitík. Verst var honum við apaskap íslendinga eftir sér meiri þjóð-
um; var hann fundvís á þau dæmi; má þegar sjá þess merki í greinum þeim, er hann
sendi Lögréttu; hann var þá heimastjórnarmaður. Minni Halldórs var tiltækt og trútt
fram yfir sjötugt. Mér rann ávallt til rifja, að hann skyldi taka þessar fróðlegu gaman-
rúnir með sér í gröfina, en klifaði á því við hann, að hann ætti að skrifa endurminn-
ingabók áður en hann kveddi. Hann tók því fjarri, játaði þó, að gaman hefði verið að
lesa æfisögu Þorvalds Thoroddsens, og kannski hefði ekki verið rétt að brenna bréf
hans. En skoðun hans var, að einkabréf ættu að fara á bálið, og hvorki líkaði honum
list Boswells né Þórbergs; kallaði slíkt stripl (exhibitionism). Aldrei lagði Halldór í
vana sinn að bíta bök náunga, og það versta sem hann sagði um mann var „Oh, he is a
bore“, og má af því skilja, að hann bar takmarkaða virðing fyrir leiðinlegum mönnum.
Þegar að því kom, að Halldór varð að segja af sér prófessorsstöðunni fyrir aldurs
sakir 1946, þá bauð hann mér hana fyrstum manna. En launin voru svo lág, að ég sá
mér ekki fært að flytja í dýrari húsaleigu í íþöku. Þá bauð hann Beck stöðuna, en það
fór á sömu leið. Varð Halldór bá að fara til íslands og re)'na að fá sér yngra mann.
Tók Kristján Karlsson boðinu og var bókavörður 1948—52.
Eftir 1945 brá Halldór venju sinni og hætti að skrifa Islandica, en bauð okkur Beck
að birta þar bókmenntasögu þá, er við höfðum verið að safna í síðan 1928. Skáld Becks
komu 1950, en ég varð fyrri með mitt hindi um lausamálshöfunda; kom það út á sjö-
tugsafmælisári Halldórs, og tileinkaði ég honum bókina með leyfi hans. Vona ég, að