Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Qupperneq 163
MAGNÚS KJARAN:
TÖLUSETTAR BÆKUR
Erfitt er að vita með vissu, hve mikið hefur verið gefið út af tölusettum bókum hér
á landi, því engin skrá er til yfir þær. Mun þó mörgum bókasafnara leika forvitni á
að vita það.
Af sumum tölusettum bókum er allt upplagiö tölusett. Er það þá venj ulega lítið, þótt
oftast sé það stærra en Péturs Gauts, sem var aðeins 30 eintök. Algengast mun, að að-
eins lítill hluti upplagsins sé tölusettur og þá oft prentaður á betri pappír og þess þá
getið, hve mörg eintök það hafi verið. Sárfá dæmi veit ég um, þar sem vikiö er frá
þessu. Á bók Knud Zimsens stendur: „Af bókinni Úr bæ í borg, eru nokkur eintök
tölusett og árituð.“ Já, árituð! Vitanlega eiga tölusett eintök að vera árituð af höfundi
eða útgefanda, ella er tölusetningin markleysa. En á því vill'verða misbrestur. Séð hefi
ég eintak forseta íslands af hinni fögru bók Kalevala, það er nr. 2, en óáritað. Vonandi
hefur eintak nr. 1, sem gefið var Finnlandsforseta, ekki verið eins úr garði gert.
Til er það, að öll eintökin séu tölusett, að einu undanteknu, og er þess þá getið á
bókunum, enda er það fínasta eintakið og ætlað þeim, sem bókin er gefin út til heiðurs.
Svo er um sýniskver það, sem gefið var út í tilefni sextugsafmælis Sigurðar próf. Nor-
dals, og var það áritað af öllum höfundum bókarinnar. Einnig er það til, að bók hefur
verið prentuð sem handrit í einu eintaki. En slíkt er nú víst ekki leyfilegt, Landsbóka-
safnið krefur réttar síns.
Ekki hefi ég getaÖ fundið neina bók tölusetta fyrir aldamót. Virðist mér öruggt, að
fyrsta tölusetta bókin hér á landi sé þýðing Einars Benediktssonar á Pétri Gaut, en hún
kom út 1901. Þá koma næst Íslandsvísur Guðmundar Magnússonar 1903 í 150 eintök-
um og Vegurinn eftir Odd Björnsson 1904. Svo líða 14 ár, þar til Söngvar förumanns-
ins koma 1918. Og allt fram til 1940 koma út einar 60 tölusettar bækur. Þeirra á meöal
Vísnakver Fornólfs 1923, sem Ársæll Árnason gaf út í 20 tölusettum eintökum af 1500,
prentuÖum á teiknipappír og myndirnar handmálaðar af Birni Björnssyni, sem gerði
þær. Og hin sérstæða útgáfa af Kyljum Jakobs Thorarensens, í 50 eintökum, með sér-
stakri vísu prentaðri á hvert þeirra. Þannig eiga tölusett eintök að vera, eitthvað mikið
frábrugðin, þá verða þau fyrst dýrmæt.
Á árunum 1940—50 að báðum meðtöldum koma fullar 125 tölusettar útgáfur. Sjálf-
ur á ég rösk 80 eintök númer 1, og um 50 með öðrum númerum og veit um nálega 170,
sem mig vantar, svo örugglega hafa komið út um 300 útgáfur. Þar að auki eru svo öll
verk Gunnars Gunnarssonar, sem Landnáma hefur gefið út, tölusett, en það eru 19