Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Qupperneq 8

Vísbending - 18.12.2000, Qupperneq 8
ISBENDING verðmætur á þeim tíma. Katherine var þó ekki treyst betur en svo að það var maður hennar sem tók við framkvæmda- stjórn, sem reyndist honum þó ofviða. Katherine tók við og gerði blaðið að stórveldi. Þarna ákvað faðirinn hvað gera skyldi og mismunaði bömunum, en þótt Katherine hafi á endanum orðið auðug áöllu saman er það álit flestra að þar valdi hennar eigin dugnaður og hæfileikar í blaðaútgáfu mestu. Faðirinn átti líka peninga til þess að greiða hinum börnunum. Oftast er sú ekki raunin. Þegar stofnandinn fellur frá eru erfingjamir í sömu stöðu og aðrir sem missa foreldra sína. Þeir þurfa að skipta búinu. Vandinn er sá að þótt auðvelt kunni að vera að skipta hlutabréfum á milli systkina þá er ekki auðvelt að skipta völdum svo vel fari. Stundum vinna sum þeirra hjá fyrirtækinu, stundum öll. Á endanum verður að vera einn skipstjóri á skútunni. Þetta skilja flestir, en spurningar koma oft upp, t.d.: „Hvers vegna hún en ekki ég?“ Að framan var vikið að því að frumkvöðullinn nýtti fyrirtæki til einkaneyslu. Það kann að vera í lagi (ef ekki er litið til skattalaga), því að hann vinnur sína vinnu. Vandinn verður fyrst sýnilegur fyrir alvöru þegar börnin taka upp sömu siði án þess að leggja eðlilegt vinnuframlag á móti. Þau geta til dæmis öll verið í reikning í fjölskyldubúðinni, reikningi sem samkvæmt hefð týnist í áramótauppgjöri. Þá er eins gott að börnin séu ekki átta. Þarna er fjölskyldan orðinn myllusteinn um háls fyrirtækis- ins. Þessi aukakostnaður er ein skýringin á því hvers vegna margir telja að fjölskyldufyrirtæki séu verðmætari en ársreikningur þeirra bendir til, í þeim sé mikill kostnaður vegna eigendanna. En jafnvel þótt engu slíku bruðli sé til að dreifa (sem er óvenjulegt) þá er samt sem áður margt sem getur spillt fjölskyldufyrirtækjum. Ósætti eigend- anna er algengt. Áuðvitað er það ekki bundið við fjölskyldufyrirtæki en óskyldir sameigendur eru ekki að hittast í fjölskylduboðum milli þess sem þeir deila í vinnunni. Stundum getur orsökin fyrir ósættinu legið í fjölskylduvanda- málum óháðum rekstrinum. Oft ýfast upp gömul sár, jafnvel frá barnæsku, þegar missætti kemur upp í rekstrinum. Ekki einfaldar málin þegar nýir mágar eða mágkonur vilja pláss fyrir sig í rekstrinum. Reyndur íslenskur stjórnandi hefur lýst fjölskyldufyrirtækinu svona: „Það hafa allir í fjölskyldunni skoðun á rekstrinum, allir telja sig hafa mikið vit á honum, allir eru óánægðir með eitthvað, en enginn hefur vilja eða tíma til þess að leggja eitlhvað á sig til þess að vinna úr vandanum.“ Þegar hlutirnir fara að ganga illa skaðast bæði fjölskyldan og fyrirtækið. En þá er það ekki bara að aðrir kenni stjórnandanum um. Hann getur sjálfur hugsað: „Er ég að klúðra arfinum, ekki bara fyrir mér heldurallri fjölskyldunni?" Áhyggjurnar og deilurnar verða ekki til að bæta stjórnunina eða afkomu fyrirtækisins. Meðalið? andamál meðal fjölskyldufyrir- tækja eru svo algeng að erlendis hefur stétt ráðgjafa sérhæft sig í slíkum verkefnum. Þar eru bæði rekstrar- ráðgjafar með sínar kúrfur og skýringa- myndir og sálfræðingar og félags- ráðgjafar sem taka fjölskylduna í ein- staklings- og hópmeðferð. Slíkir ráðgjafar hafa komið hingað til lands til þess að hjálpa allmörgum fyrirtækjum. Margt bendir til þess að þeir nái svipuðum árangri og sjúkraþjálfar, fólki líður betur fyrst á eftir meðhöndlun en svo sækir aftur í sama farið. Kannski gætu menn haldið sér við með þvi að vera stöðugt í meðferð en það kostar sitl og svo þreytast menn líka á ráð- gjöfunum. Lykilatriði er að fjölskyldan sé ekki öll á kafi í fyrirtækinu. Það er ekkert að því að barn frumkvöðuls taki við rekstrinum ef það hefur einhverja hæfileika til þess. Börn stjórnmála- manna komast áfram í pólitík út á ágæti foreldra sinna. Menn halda hins vegar sjaldnast slíkum áhrifum nema þeir hafi eitthvað til brunns að bera sjálfir. I fjölskyldufyrirtækinu geta ónytjungar verið býsna lengi við stjórn vegna þess að þeir og ættingjar þeirra eiga félagið. Taki afkomandi við rekstrinum er best að hann sé einn um það. Kenningar um lífshlaup fjölskyldu- fyrirtækja eru margar. Vinsæl er sú kenning að frumkvöðullinn sái fræinu, hlúi að því þannig að það nái að skjóta rótum. Hjá börnum hans nái fyrirtækið að springa út og bera ávöxt en í höndum barnabarnanna visni það og deyi. Eins og aðrar kenningar á þessi stundum við en alls ekki alltaf. Flest fyrirtæki komast aldrei af frumkvöðlastiginu. En ef það gerist er það örugglega algengara en ekki að vandamál komi upp. Þó sam- vinna sé góð koma alltaf upp þeir tímar að taka þarf af skarið og þá þarf að vera til einhver innan fyrirtækisins sem hefur vald til þess. Einhver ákvörðun er oft betri en löng óvissa, jafnvel þótt ákvörðunin sé ekki sú besta. Fjölskyldurnar hafa færst stórt skref í rétta átt þegar þær átta sig á því að það er ekkert óeðlilegt að menn kunni að greina á í viðskiptum. Þær fjölskyldur sem takast á við vandann eins og gert er í hverju öðru fyrirtæki eiga góða möguleika á því að ráða niðurlögum hans, hinar sem sópa honum undir teppið lenda oftast í ógöngum. Það er líka hollt að hafa það í huga að það er mun auðveldara að hafa áhrif á framtíðina en fortíðina. HEILRÆÐI TT'inhver þaif að vera valinn til forystu og þatf að halda trausti til þess J—jþangað til annar tekur við. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar margir vilja stýra sömu skútu, ekki síst ef þeir stefna hver í sína áttina. Jblið satnan. Ekki bíða þangað til allt er komið í hnút, efmenn eru óánœgð- ir. Hafið formlegan vettvang til þess að koma skoðunum áframfœri. Þess þarf að gœta að stjórnarfundirnir verði ekki eins og kajfiboð heima hjá mömmu. Ekki má líta á alla gagnrýni sem persónulega árás heldur miklu fremur sem ábendingu sem nýta megi til þess að gera betur. Með sama hœtti mega menn ekki móðgast þótt ekki séu allar þeirra tillögur um breytingar teknar til greina. Sömu lögmál gilda í stjórnum fjölskyldufyrirtœkja og öðrum stjórnum, þegar stefnan hefur verið mörkuð verða allir að sigla sömu leið. TT'kkifara reið áfund og reynið að reiðast ekki áfundinum. Bítiðfrekar á JZjjaxlinn og bíðið þar til reiðin er runnin. Þetta er oft hœgara sagt en gert en samt gott ráð. Talið afskynsemi og hófsemi. Haldið ykkur við staðreyndir ogfrá tilfinningum. Það erágœttað hafa utanaðkomandi aðila til ráðuneytis, en látið hann ekki lenda á milli efdeilur koma upp. Reynið frekar að koma málunum í réttan farveg með hans hjálp, en það getur enginn leyst deilur fyrir menn sem þeir vilja ekki leysa sjálfir. £'kki má gleyma áhættunni afþví að hafa alla sína fjármuni bundna í einu fyrirtœki. Þess vegna getur verið mjög eðlilegt að menn vilji selja hlut í fjölskyldufyrirtœkinu, ef einhver vill þá kaupa. Þá þatfekki að selja allt sitt, en það er ráðlegt að hafa ekki alla sína eign á einum stað heldur dreifa áhœttunni. Þetta er vœntanlega ein ástœðan fyrir því að svo margar fjölskyldur hér á landi hafa viljað selja sín fyrirtœki á undanförnum árum.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar: 51. tölublað (18.12.2000)
https://timarit.is/issue/231851

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

51. tölublað (18.12.2000)

Iliuutsit: