Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 12

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 12
V ISBENDING pólitík og einn þeirra Eykon, sem frá upphafi gekk aðra leið en ég. Eftir það var ég svo í vinnu hjá Rafveitunni í götum Reykjavíkur í fjölmennum vinnuflokkum. Enn var mest unnið með höndunum. Og alls staðar var pólitík á dagskrá á þessum árum, stundum rök- rætt, oftar kannski karpað, en þó ríkt eftir gengið að menn stæðu fyrir sínu máli. Svo tók ég inntökupróf í 3. bekk Menntaskólans árið 1943. 1 4. bekk sat ég í máladeild en svo tókum við okkur saman tveir strákar og verteruðum yfir í stærðfræðideild. Félagsmálaárátta loddi enn við mig og ég varð forseti Framtíðarinnar, ritstjóri Flátíðablaðs vegna hundrað ára afmælis skólans, inspector scholae í ó.bekk, ég var á kafi í starfi í Æskulýðsfylkingunni, og sótti leshringi hjá Asgeiri Blöndal Magnús- syni um marxisma. Annan leshring fengum við Einar Olgeirsson til þess að halda; þeir tímar voru miklu frjálslegri og Einar lét gamminn geisa fram og aftur um mannkynssöguna af ákafa trúboðans. Ég man að hann taldi ekki ástæðu til að gera sér rellu út af að útflutningsgreinarnar væru ár eftir ár reknar með tapi. Þetta væri bara bók- haldslegt trix auðvaldsins, sem tæki gróðann í innflutningnum. Þetta mætti auðveldlega leiðrétta með millifærslum þegar stjórn hliðholl verkalýðnum væri við völd (og kannski var það ekki verra frá áróðurssjónarmiði að fá stöðug færi á að berja á heildsölunum). Eftir á er ég raunar hissa hversu mér vegnaði í náminu, ég fékk snert af mænuveiki ofan á annað, en samt tókst mér að halda mér aðjafnaði í I. einkunn. Barist á Volgubökkum / Eg býst við að það hafi verið kynni mín af marxismanum, sem vöktu áhuga minn á hagfræði. Sú grein var ekki kennd hér í Háskólanum. Fyrir efnalítinn námsmann þýddi ekkert að huga á námsdvöl erlendis. Því Iá leiðin í viðskiptafræðina í háskólanum. Auk þess lá mér mikið á. Ég hafði kynnst Rósu Guðmundsdóttur, ágætiskonu af góðu fólki, sem síðan hefur fylgt mér gegnum þykkt og þunnt og verið mér stoð og stytta. Ég var tæplega tvítugur og hún tveimur árum yngri, þegar við vorum gift og búin að eignast fyrsta barnið af þremur, sem var fremur sjald- gæft um fólk í langskólanámi á þessurn tíma. Þetta ýtti vissulega undir það að ég kláraði viðskiptafræðina á mettíma. Ekki lét ég þó félagsmálin með öllu afskiptalaus. Ég var í framboði til stúdentaráðs í þriðja sæti á lista róttækra stúdenta og tókst að tapa því sæti. Sumir vildu meina, að ég hefði getað haldið því með því að halda mig við umræður um hagsmunamál stúdenta, en ég kaus alveg blygðunarlaust að „berjast á Volgubökkum", eins og það var kallað, þegar menn töldu meira um vert að koma boðskapnum um fyrirmyndarríkið Er ástæða til að óttast harkalega lendingu efnahagskerfisins hér á landi eða í Bandaríkjunum? Ekki tel ég svo vera, en það er að vissu marki trúarsannfcering. Ekkert er svo að óttast sem óttann sjálfan, og með hinum sterku huglœgu öflum, sem áhrif hafa, gœti efnahagskerfið misst hæði drifog svif. Raunhagslegur gfundvöllur œtti hins vegar að vera traustur bœði í risaveldinu og prómillinu okkar. Hvað myndir þú ráðleggja stjórnvöldum varðandi hagstjórn komandi ára? a) Siga ekki sérhagsmwmm á ríkiskassann með því aðfcera eignasölu og endurmat til rekstrartekna, en taka lífeyrisskuldir jafn alvarlega sem aðrar skuldir. b) Gera opinbera lífeyrissjóði fjárhagslega sjálfstceða og ábyrga sem aðra og gangast fyrir samtryggingu þeirra allra að verjanlegu marki. c)Koma á veiðigjaldi í áföngum, sveigjanlegu eftir afkomuskilyrðum og teknu af óskiptum afla, encla sé gefinn kostur á mismunandi launakerfum með vinnustaða- eða ráðningarsamningum. d) Aðskilja almannatryggingar frá rekstri heilbrigðisstofnana og gera að raunverulegum sjúkratryggingum. Einkavœða sjúkrahús og skóla í áföngum með aðild starfsliðs og með skilyrði um afnám verkfallsréttar. Opinber framlög beinist að notendum og verði háð skilyrðum um að komct þessu skipulagi fram. e) Fjárhagslegur stöðugleiki verði tryggður eftir megni meðfœrum og viðeigandi verðgiidistryggingum og arðgjafarskilyrðum. iaustri á framfæri, en að fjargviðrast um búksorgir forréttindahópa eins og háskólastúdenta hér heima. En það fór nú að styttast í samfylgd minni við hið rauða lið. Ég fór að gera mér grein fyrir að viðhorf mín og verkalýðsstrákanna kunningja minna og vina voru í ýmsu gerólík. Ég hafði gengið til liðs við málstaðinn af liugsjón, ég vildi betra réttlátara og skynsamlegra þjóðfélag, byggt á víðtækara lýðræði, en hið borgaralega þjóðfélag hafði enn treyst sér til að innleiða. Þeir aðhylltust stefnuna vegna hagsmuna sinna. Lýðræði væri lúxus, sem verkaiýðs- stéttin hefði ekki efni á. „Alræði öreiganna" með miskunnarlausri vald- beitingu væri ekki aðeins ill nauðsyn heldur beinlínis æskilegt til að gera útaf við stéttarandstæðinginn. Sú kenning Marx að ríkið væri alltaf og alls staðar ekkert annað en kúgunartæki ráðandi stéttar gekk alltaf þversum í mig. Útlistun Leníns á því að við byltinguna tæki verkalýðurinn einfaldlega þetta kúgunarlæki í sínar hendur og beitti gegn fyrri valdhöfum og áhangendum þeirra, ef með þyrfti af meiri harðýðgi en borgarastéttin, fannst mér enn fráleitari. Ég sá íslenskt ríkisvald sem forystuafl í nýfrjálsu samfélagi, sem var að feta sig í átt til aukinnar hagsældar allra þegnanna. Svona skoðanir voru bannorð í Flokknum, kratismi og endurskoðunarstefna af verstu sort. Þegar svo við bættist, að um þessar mundir tók Stalín lfka upp þá iðju að drepa félaga sína, heima fyrir og í hinum nýstofnuðu, svokölluðu alþýðulýð- veldum, skerptist skoðanamunurinn við félagana. Valdaránið íTékkóslóvakíu og hinsta för Masaryks yngri út um glugga utanríkisráðuneytisins í Prag vakti ugg og umhugsun. Þing Æskulýðs- fylkingarinnar ákvað svo að samþykkja tvenns konar ályktanir og starfsáætlun. Aðrar til birtingar í Þjóðviljanum, en hinar leynilegar til heimabrúks. Þetta var nú held ég kornið, sem fyllti mælinn. Mér ofbauð þessi tvöfeldni og gekk út. Ég man að Gísli Halldórsson leikari var í pontu og sendi mér smáglósu þegar ég gekk af fundi. Þar með lauk pólitískum afskiptum mínum í bili. Hjá OLÍS og SÍS Fyrir ungan stúdent með fjölskyldu dugði ekki að slá slöku við brauðstritið. Jónatan föðurbróðir minn, var góður vinur Héðins Valdimarssonar í Olíuverslun Islands og kom mér þar í vinnu árin mín þrjú í Háskólanum. Þetta var mest við reikningagerð og saman- tektir á skrám og töflum. Ég man að ég varð drepfeintinn, þegar barst í tal í kaffitíma, að ég væri nýkjörinn formað- ur Æskulýðsfylkingarinnar. Allir þekktu þá viðskilnað Héðins við kommúnistana í Sósíalistaflokknum nokkrum árurn fyrr, og hvernig þeir höfðu fengið hann felldan sem formann Dagsbrúnar. En hann lét sér hvergi bregða og óskaði mér til hamingju með upphefðina! Annars urðu kynni mín af Héðni ekki löng. Hann féll frá 1948, mágur hans Hreinn Pálsson varð forstjóri og Önundur Ásgeirsson með honum. Mér stóð seinna til boða að verða aðalbókari þar, en var þá kominn á aðra braut. Unt þetta leyti var SIS í örri út- þenslu fyrir kraflmikla forystu Vilhjálms Þórs og á grunni hafta og úthlutunarnefnda ríkisins. Mér bauðst starf þar í útflutningsdeild og var settur í gerð útflutningsskjala og verðafreikn- inga. Á l'yrstu árum mínum þarna var mikil verðbólguholskefla í kjölfar gengislækkunarinnar miklu í mars 1950 og fjaraði út 1952 í verðlagi, sem var 60% hærra en fyrir gengislækkunina. í 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.