Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Síða 13

Vísbending - 18.12.2000, Síða 13
 V ISBENDING n I www.airiceland.is Flugkortið er greiðslu- og viðskiptakort ætlað fyrirtækjum í viðskiptum við Flugfélag íslands Flugferðir Hótel Veitingar Fínn kostur á ferðalö^um Allt að 30% afsláttur til Flugkortshafa Með Flugkortinu má greiða flugfarseðla með Flugfélagi íslands, bílaleigubíl, hótelgistingu, mat á veitingastöðum og ýmsa aðra þjónustu hjá völdum fyrirtækjum í samstarfi við Flugkortið. Notkun kortsins hefur einnig í för með sér ýmsa sérþjónustu og fríðindi ásamt því hagræði sem fylgir sundurliðuðu reiknings- yfirliti sem Flugkortshafa er sent mánaðarlega. ■ Bílaleiga Fundaraðstaða Eldsneyti Upplýsingar hjá Fyrirtækjaþjónustu Flugfélags íslands símí 570 3606. Fax 570 3001 Netfang: flugkort@airiceland.is Umtalsverður sparnaður Viðskipti með Flugkorti hafa í för með sér allt að 30% afslátt af viðskiptum við Flugfélag íslands og Flugkortshöfum eru ætíð tryggð betri kjör hjá samstarfsaðilum en annars staðar, séu gæðin lögðtil grundvallar. FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fyrirtækjaþjónusta Hver er að þínu mati mestur hagfræðingur aldarinnar? Hagfræðingar standa í slíkum mœli hver d annars herðum, að varla verðskuldar neinn þeirra svo háa einkunn. Þvingaður til svars nefni ég þó John Maynard Keynes þrátt fyrir galla og villur, þar sem liann barfram slíka eggjun til endurmats, að híður mesta hagfrœðings nœstu aldar að vinna úr henni tilfullrar hlítar. Hvert er besta hagfræðirit sem skrifað hefur verið að þínu mati? Fyrir hagfræðilégan frumleik og skerpu vel ég Principles of Political Economy and Taxation (Frumreglur stjórnlegrar hagfrœði og skattstefnu) eftir David Ricardo. Taki ég alþýðlega framsetningu með í reikninginn, tel ég Wealth ofNations (Auðlegð þjóðanna) eftir Adam Smith jafnast við hana. Er hagfræðiumræðu hér á landi ábótavant? Já, svo sem víðast hvar er og lengst afmun verða. Hér er umrœðan komin mjög á tœknUegt og viðskiptalegt svið, um of sneydd þjóðhagslegri og samfélagslegri yfirsýn, svo nálgast að haldi djúpvitrum mönnum utan hennar. viðskiptadeildinni hafði dr. Gylfi farið lítillega út í verðbólguleiðrétt reiknings- hald (indeksstatus). Ég byggði á því hugmynd um að SÍS tæki upp samræmt reikningshald með þessum hætti. Þetta fól í sér vissa mótsögn þar sem SIS var sá aðili þjóðfélagsins, sem hvað ríkulegast naut góðs af lánum með neikvæðum raunvöxtum og vildi því varla leggja slík spil á borðið. Annars var ég hvorki hneigður til viðskipta- reksturs né treysti ég mér til að ganga í Framsóknarflokkinn, enda þótt ég væri í gegnum uppeldi mitt og vinstri sinnaðar tilhneigingar heldur hlynnlur samvinnuhreyfingunni. En ekki man ég í fljótu bragði eftir neinum, sem þótti tækur í valdaklíku SIS, sem ekki hefði flokksskírteinið í lagi. Ég var búinn að vera hjá SIS hátt í 5 ár þegar ég rakst á auglýsingu frá nýstofnuðum Framkvæmdabanka, sem settur hafði verið upp með mótvirðissjóð Marshallhjálparinnar til ráðstöfunar undir stjórn dr. Benjamíns. Auglýst var eftir hagfræðingi til starfa við þjóðhagsreikninga. Ekki fann ég náð fyrir augum stjórnenda bankans að þessu sinni því að ráðnir voru Einar Benediktsson, síðar ambassador og Helgi Olafsson, samstarfsmaður minn lengi síðar. Bombugreinin Næstu þrjú ár á undan hafði verðlag lækkað lítils háttar og síðan haldist stöðugt við góðan vinnufrið fram í maí 1955. Nú voru hins vegar farnir að koma brestir í stjórnarsamstarf Sjálf- stæðis- og Framsóknarmanna. Verka- lýðshreyfingin blés í herlúðra og krafðist fullra vísitölubóta og allt að 40% kauphækkunar og varð úr eitt harðasta og langvinnasta verkfall, sem þangað til hafði verið háð á landinu. Urn þessar mundir hafði ég misst alla þolinmæði gagnvatl kjarabaráttu, sem fremur var í ætt við byltingar- æfingar en raunverulega umhyggju fyrir hag launþega og leiddi í raun ekki af sér annað en verðbólgu og rýrnandi kaupmátt, - eða í besta falli að hann stæði í stað. Ég skrifaði um þetta mikla og fræðilega langloku og setti í Moggann. Félagi minn hjá SIS vildi fá þessa ritsmíð einnig birta í Tímanum og varð úr að hún birtist í Mogga og Tíma samtímis og þurfti að skipta henni á tvo daga. Mínir gömlu samherjar urðu súrir, og Guðmundur Jaki sagði við ntig síðar að það hafi verið algert „sjokk“ að fá svona grein frá mér! Ég rakti þarna óskundagildi verkalýðsbaráttu, sent fyrst og fremst væri háð gegn eigin ríkisvaldi og samfélaginu öllu, án tillits til hagsældar þeirra launþega, sem hverju sinni væri att fram í baráttuna. Þannig hafði verð- 13

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.