Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 25

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 25
ISRP.NDTNG Nýlenbuhagfræbi s Island í skugga nýlendustefnunnar Nýlendustefna Evópuríkjanna er af illu kunn og orð sem tengjast henni eru fyrir löngu orðin að skammaryrðum. Og líklega með réttu. Hins vegar voru efnahagsleg áhrif nýlendustefnunar nokkuð önnur en flestir hyggja. Nýlenduveldin steyptu mörgum ríkjum saman í eitl markaðs- svæði með samræmdri stofnanaumgjörð sem helst jafnast á við ESB á okkar tímum. Það sem meira er, stofnana- umhverfi þess tíma var vinveitt efna- hagsframförum. Utanríkisviðskipti voru frjáls, öryggi ríkti í fjárfestingum, samningum var framfylgt og dómstólar voru skilvirkir. Afleiðingin varð rnikill og stöðugur hagvöxtur og efnaleg velsæld sem dreifðist um heiminn. Hér er þó hvorki verið að gera lítið úr sjálfsákvörðunarrétti þjóða né bera í bætifláka fyrir þá forsjár- og kynþátta- hyggju sem einkenndi nýlenduveldin. En hagfræðilögmálin eru blind og efnahagsffamfarir eiga sér stað þrátt fyrir pólitískt óréttlæti ef réttum skilyrðum er fullnægt. Sjálfstæði og jafnvel lýðræði eru í sjálfu sér engin trygging fyrir auðsæld. Lífskjör í mörgum fyrrum nýlendum, t.d. í Afríku, eru mun verri nú en var fyrir sjálfstæði. Aðrar nýlendur eins og t.d. Indland hafa búið við kyrr kjör þar til á allra seinustu árum. Aftur Ásgeir Jónsson móti hafa þær fáu nýlendur sem urðu eftir í forsjá nýlenduveldanna, s.s. Hong Kong í Asíu eða Belize í rómönsku Ameríku vaxið að auðsæld og eru jafnvel orðnar ríkari en nýlenduríkin sjálf. I þessu sambandi er fróðlegt að velta fyrir sér stöðu mála ef íslendingar hefðu ekki sótt eftir sjálfstæði og haldið áfram tryggð við Danaveldi. Færa má fyrir því sterk rök að leið íslensku þjóðarinnar á tuttugustu öld frá örbirgð til auðæva hefði orðið beinni og krókaminni hefðu þeir lotið forræði Dana. Þeir hefðu til að mynda sloppið við mörg dýr hagstjórnarmistök á eftirstríðsárunum, s.s. haftatímann 1947-60 og verðbólgu- bálið 1972-92. íslendingar hafa hins vegar ávallt verið staðfastir í þeirri trú að sjálfstæði væri undirstaða framfara og velsældar. Sú spurning sem blasir við upphafi nýrrar hvort þetta sé að öllu Ieyti rétt. Nýlendustefnan egar rætt er um nýlendustefnuna er mikilvægt að gera greinarmun á þeirri mercantilísku stefnu sem ríkti fyrir aldamótin 1800 og tímabili frjálsra alþjóðaviðskipta og fjárfestinga sem þá tók við. Einokunarverslun Dana á fslandi 1602-1783 ereitt dæmi af mörg- um hvernig herraþjóðir beittu viðskipta- þvingunum til þess að reyna að auðga kaupmannastétt sína. Bretar beittu til að mynda svipuðum aðferðum við nýlendur sínar í Ameríku, sem m.a. af þessum ástæðum gerðu uppreisn og kallast nú Bandaríkin. Nýlendustefnan hin fyrri byggði einnig á þrælahaldi, eignaupptöku á Iandi jafnframt því sem stór svæði voru rýmd til landnáms í Ameríku og Astralíu. En þegar kom fram yfir aldamótin 1800 urðu miklar breytingar sér stað þegar hugmyndir Adams Smith um frjálsa verslun urðu ráðandi í alþjóða- samskiptum og iðnbylting varð í Norð- vesturEvrópu. í kjölfarþessaraframfara jókst bilið gífurlega á milli Vesturlanda og annnarra heimshluta í bæði efna- og hernaðarlegu tilliti. Jafnframt komust kenningar á kreik um yfirburði hvíta kynstofnsins sem skýring á þessu sívaxandi bili sein ríkti á milli fólks af evrópskum uppruna og annaira kynþátta (ef Japan er undanskilið). Þegar hér var komið sögu var nýlendustefnan ekki nema að litlu Ieyti urn eiginlegt landnám heldur mun fremur „föðurleg" yfirráð yfir fávfsum og framandi þjóðum. Fræðimenn töluðu um byrði hvíta mannsins að vísa dekkri bræðrum leið úr myrkri fáfræði og fordóma. f raun var ótrúlega auðvelt fyrir evrópuríkin að brjóta undir sig ný lönd, enda hernaðaryfirburðirnir miklir og helsta hættan stafaði af nýlendusókn annarra i íkja. Svo var komið um aldamótin 1900 að nánast öllum heiminunum var skipt niður á milli heimsvelda, þar sem Rússland, Bretland og Frakkland voru hvað stórvirkust. Þessi tími getur í raun kallast alþjóðavæðing hin fyrri en ntiklar fjárfestingar í lestarsamgöngum, skipa- skurðum og vélknúnum skipum gerðu heiminn að einu viðskiptasvæði. Prenísmífljan Gufenberg býöur viðskiptavinum sínum vönduö vinnubrögö fagfólks sem leggur metnað í að uppfylla óskir viðskiptavina í smáu sem stóru. Verkin eru unnin á tæki af nýjustu og fullkomnustu gerö. Fagfólk hjálpartil viö uppsetningu prentgripa þannig aö sem bestum árangri sé náð. Gkðiteg jóC ogfarsœit komandi ár Gutenbere Eln» «»B stnfur rt bök C/ Slöumúla 16-18 • Slml 533 2525 • Fax 533 2550 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.