Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Side 5

Frjáls verslun - 01.09.1942, Side 5
Brátt, óx eg upp úr sendisveinsverkunum og fór að vinna í sjálfri búðinni og seinna í kjöt- búðinni á Norðurstígnum. Árið 1910 var Gunnar að hætta verzlunar- rekstri sínum og fór ég þá í Edinborgarverzl- un. Edinborg var þá einhver mesta nýtízku- verzlun í Reykjavík. Verzlunarstjóri var þá Hjalti Sigurðsson, bróðir Ásgeirs heitins kon- súls, en Hjalti hafði dvalið í Ameríku og flutti með sér þaðan ýmsa nýbreytni í verzlunar- háttum. Hann var líka vanur því að vestan að menn væru ekki neitt. hikandi við að auglýsa á áberandi hátt hinnar góðu vörur og hið sann- gj arna verð. Hj alti notaði ýmsar auglýsingabrell- ur, er vöktu óskipta athygli Reykvíkinga. Hann bauð til dæmis allskonar getraunir og verðlaun fyrir þær. Til dæmis setti hann kolastafla í gluggann og gaf þeim verðlaun, sem getið gætu rétt um þyngd staflans. Hann lét líka vagn með tveimur hestum fyrir keyra um göturnar, en í vagninum voru grímubúnir menn, sem útbýttu sælgæti til barnanna, sem eltu vagninn, og til annarra vegfarenda, en á vagninum voru stór- ar auglýsingar um vörurnar í Edinborg. Hjalti hvarf aftur til Vesturheims 1911 eða 1912. Deildarstjóri í þeirri verzlunardeild, sem ég var í, var Hallgrímur Benediktsson, en svo hóf hann sjálfur að verzla, og Helgi Jónasson tók við af honum. Árið 1913 fór ég til Th. Thorsteinsosnar, sem hafði Verzl. Liverpool í kjallaranum á Vestur- götu 3. Búðin var gamaldags og um margt frek- ar óhentug, en vinsæl var verzlunin, engu að síður, fyrir prýðilega afgreiðslu og góð við- skipti á allan hátt. Magnús Kjaran var þar verzlunarstjóri og hafði hann mikil áhrif á starfslið sitt í þá átt að afgreiðsla væri fljót og kurteis. Ég var hjá Thorsteinsson til ársins 1919, en upp úr því fór ég að hafa sjálfstæðan atvinnu- rekstur að verulegu leyti, og 1929 stofnaði ég umboðs- og heildverzlun þá, sem ég rek enn. — Hvað segið þér um breytingar á verzlun- arháttum síðan þér tókuð að fást við verzlun- arstörf — Eins og allir vita hafa verzlunarhættir breyzt stórkostlega. Viðskiptamagnið hefir auk- izt og margfaldast og verzlunarstéttin er nú orðin svo fjölmenn, að engan hefði órað fyrir því á þeim árum, þegar ég fyrst byrjaði á verzl- unarstörfum. Ef maður nefnir t. d. kaup, þá var algengt verzlunarmannskaup urn 1910 ca. 50—60 kr. á mánuði. Það ár byrjaði ég í Edin- borg með 30 kr. byrjunarlaunum á mánuði, en hækkaði eftir 3 mánuði. Á stríðsárunum var lágt kaup. Árið 1913 hafði ég 1000 kr. kaup á ári hjá Thorsteinson og var það gott kaup eftir því sem þá gerðist. Á seinni hluta stríðsáranna hækkaði kaupið og einnig á fyrstu árunum eftir stríð, en þó hvergi nærri í hlutfalli við dýrtíð- ina. Ef kaupið þá er borið saman við það sem nú er, er munurinn afar mikill og miklu rneira tillit er nú tekið til dýrtíðarinnar en þá var. Starfstíminn var venjulega frá kl. 8 á morgn- ana til kl. 8 á kvöldin. Mismunandi var það hvað eítirvinna var mikil. T. d. var mikil eftir- vinna í Liverpooi, en þekktist ekki í Edinborg- arverzluninni, og kom það af því, að sú síðar- nefnda var með öllu meiranýtízku-sniði, ogþægi- legra að ganga um hana og afgreiða þar. Starfs- hættir í búðum voru yfirleitt erfiðari fyrr á árum en nú. T. d. má benda á það, að í Liver- pool, sem hafði mikla kaffisölu, var allt kaffið jafnframt malað í fótstíginni kaffikvörn, og var allan daginn verið að mala. Rafmagnskaffi— kvarnir þekktust ekki, en ég mun hafa flutt fyrstu rafmagnskaffikvörnina hingað rétt eftir stríðslok. Útkeyrsla á vörum var þannig, að vörurnar voru keyrðar í hjólbörum eða hand- vagni, en Edinborg var þar undantekning, hún hafði hestvagn. — Hvernig var umhorfs á skrifstofunum? — Þær voru vitanlega mjög ólíkar því sem nú er. Flest þægindi, sem nú eru talin sjálfsögð á hverri meðalskrifstofu, vantaði. Ritvélar voru ekki víða og fáir kunnu með þær að fara. Edinborg hafði ritvél snemma og fékk sér enska vélritunarstúlku. Venjulega voru öll bréf handskrifuð og kopíeruð í hinni svonefndu kopíupressu, sem var mjög algengt áhald á öll- um skrifstofum. Ég hygg að það hafi verið um 1910, að þeir Hjalti Sigurðsson og Arent Claes- sen fengu umboð fyrir Imperial ritvélina, og upp úr því fóru þær að flytjast, en sáust þó næstu árin naumast nema á stærri skrifstofum. Reiknivélar munu einna fyrst hafa komið í bankana, en munu hafa verið fágætar fvrr en á stríðsárunum seinustu og algengar urðu þær ekki fyrr en eítir styrjöldina. Þannig fórust Agli Guttormssyni orð: „Frjáls verzlun" óskar þess að hans megi lengi við njóta enn, og biður honum allrar bless- unar á ókomnum árum. FRJALS VERZLUN 5

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.