Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Síða 19

Frjáls verslun - 01.09.1942, Síða 19
Síðasta lest frá Berl ín Nýle<ja er komin út bólc eftir amerískan blaðamann, H. K. Smith, sem nefnist: Last train from Berlin, eóa „Síðasta lest frá Berlín“. Blaða- maður þessi hvarf úr Þýzkalandi í desember 19íl, þegar ófriðar- ástand varð mitti Bandaríkjanna og Þýzkalands. Að vísu hafði áður verið futtur fjandskayur m.illi ríkjanna, en þrátt fyrir það, voru margir ameriskir blaðamenn % Þýzkalandi. Kaflar þeir, sem fara hér á eftir, eru úr þessari bók, sem er nýj- asta heildaryfirlitið yfir ástandið í Þýzkalandi, sem fáanlegt er hér. JJm sannleiksgikli frásagna þessa blaðamanns skal elckert sagt. Eins og jafnan gerist í styrjöldum er nú erfitt eða jafnvel ómögulegt, að fá hlutlausar og áreiðanlegar fréttir um hið raunverulega ástand í ýms- um hernaðarlöndum. Benedilct Gröndal segir í Heljarslóðarorustu, sem lýsir á sinn sérstæða hátt því tímabili, þegar Frakkar börðust á ftalíu við Austurríkismenn: „Þá var mörgu logið“. Vafalaust brennur þetta enn við, en hvað sem öllum hinum margumtöluðu blaðamannaýkjum viðvíkur, ber þó að notfæra sér þær uvplýsingar, sem fyrir ern, og bók Smiths hefir margt f róðtegt að geyma. Almenningur og styrjöldin. Innrásin í Danmörku og Noreg vakti nokk- urn „spenning“, en breytti þó litlu um það áberandi áhugaleysi, sem ríkti hjá almenningi fyrir gangi styrj aldarmálefnanna. Þetta sást m.a. á því, að aukaútgáfur blaðanna, sem fluttu þessi tíðindi, seldust lítið og blaðadrengirnir stóðu iðjuleysislegir við hliðina á óseldum blaða- stöflunum. Þetta stafaði af því, að almenningi var ljóst, að hversu djarflega herför, sem hér væri um að ræða, hefði hún þó engin úrslita- áhrif, en úrslitaátök er það, sem þýzkur al- menningur þráir. Mér er sérstaklega minnisstæð viðræða tveggja aldraðra manna þennan minnisverða dag. Þeir hittust í dýragarðinum í Berlín, en þar var annar þeirra sýnilega á venjulegri morgungöngu með hund sinn í bandi, en hinn var dyravörðurinn, sem tók við aðgöngumið- anum. „Morgen. Við gerðum víst innrás í Noreg í morgun“. „Ja“, sagði dyravörðurinn og tók vindilinn út úr sér, „og í Danmörku líka“. PRJÁLS VERZLUN „Auf Wiedersehen". „Wieder-sehen“. Og gamli maðurinn með hundinn hélt inn í dýragarðinn til að skoða þar hin margvíslegu dýr merkurinnar. Frakklandsherferðin skaut almenningi, í upphafi, mikinn skelk í bringu. Menn minntust stríðsáranna síðast og hræddust að sagan end- urtæki sig. Þegar nefnd voru staðarnöfn í Frakklandi, sem voru blóðidrifin í minningu fólksins síðan á árunum 1914—18, kom upp ótti við samskonar ófarir nú. En þegar fyrstu sig- urfregnirnir bárust, hækkaði brúnin á fólki allmjög. Fréttirnar frá Dunkirk, Liege, Eben Emael og fleiri stöðum vöktu nýjar vonir. — En merkilegt er það þó, hve almenningur í Þýzkalandi ber takmarkað traust til hersins. Jafnvel eftir ófarir Bandamanna við Dunkirk, þegar þýzki herinn staðnæmdist örskamma stund til undirbúnings undir það að greiða Frökkum banahöggið, fannst almenningi allt tapað og komið í sjálfheldu. Gamla sagan um Moltke og Marneorustuna, þegar Þjóðverjar voru stöðvaðir, skaut upp höfðinu í huga manna. Átti nú allt að stöðvast og stríðið að 19

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.