Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Side 25

Frjáls verslun - 01.09.1942, Side 25
Styrktar og sjúkrasjóður verslunarmanna Þótt ekki sé langt síðan að verzlunarstéttin í Reykjavík var aldönsk, sjást þess nú ekki margar né miklar menjar. Einstöku gömul nöfn eða gömul hús eru enn við lýði og minna á hina liðnu tíma. Annars er nær allt horfið eða gleymt, sem rekstur dönsku verzlananna byggð- ist á. Eitt, félagslegt afrek hinna dönsku kaup- manna í Reykjavík er þó enn í fullu gildi, en það er Styrktar- og sjúkrasjóður verzlunar- manna, sem er 75 ára hinn 24. nóv. n. k. Þegar sjóðurinn var 50 ára 1917 reit Ólaf- ur heitinn Björnsson ritstjóri sögu sjóðsins, sem gefin var út í bókarformi. Nú á 75 ára afmæl- inu kemur út ný saga sjóðsins eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Þeir sem vilja vita gjörla um upp- haf og viðgang sjóðsins geta leitað til rita þessara, en hér fara á eftir nokkur atriði úr sögu þeirrar merkilegu stofnunar verzlunar- manna í Reykjavík og nágrenni hennar. ★ Árið 1867, þegar sjóðurinn var stofnaður voru Reykjavík taldir 43 kaupmenn og „ass- istentar" eða verzlunarþjónar. Kaupmenn höfðu þá með sér félag, sem nefndist „Handelsforen- ingen“, og má nærri geta, að þar var allt „tuggið upp á dönsku“, því að kaupmenn og foktorar voru þá nær allir danskir. „Handels- foreningen" var eins konar klúbbur og hafði samkomur í Hafnarstræti 16, og innan þessa H. Th. Thomsen kaupmaður, fyrsti formaður sjóðsins. FRJÁLS VERZLUN félags var sjóðurinn stofnaður. Fyrnt er nú yfir það hver átti fyrstu hugmyndina að sjóðs- stofnuninni en líklegt er að H. Th. A. Thomsen, sem rak hið alþekkta magasín, hafi verið þar aðalhvatamaður, enda var hann fyrsti formað- ur sjóðsins. Fyrirmyndin var sótt til Danmerk- ur og telur Ólafur Björnsson að félagið í Kaup- mannahöfn sem hét „Handelsforeningen af 5. Juni 1864“ hafi verið fyrirmyndin að klúbb reykvísku kaupmannanna og starfi hans. r— Stofndagurinn er 24. nóvember og í fyrstu stjórninni sátu Thomsen, Hannes St. Johnsen og Hans A. Sívertsen. Stofnendur hans voru 18. Fundargerðabækur stjórnarinnar voru hin fyrstu 12 ár ritaðar á dönsku og einnig voru lög sjóðsins og reglur á dönsku og heita: Statuter for Reykjaviks Handelsforenings Un- derstöttelses og Sygekasse. Tilgangur sjóðsins er talinn vera „Understöttelse for Vedkom- mende af Handelsstanden eller dens efterladte, der i Sygdomstilfælde, eller ved uforskyldt at blive berövede deres Erhverv, eller vel andre indtræffende Uheld trænge til hurtig Hjælp“. Starfssvið sjóðsins var ákveðið að skyldi ná til verzlunarstaðanna við Faxaflóa, ásamt Búðum og „Keblavik". Stofnendurnir tóku til óspilltra málanna að starfa fyrir sjóðinn. Árið 1868 var sent út boðsbréf um þáttöku í sjóðnum og eru menn hvattir til að gerast félagar „þar eð tillag það, er til er mælst er svo lítið, sem sé 5 skld. um vik- una, auk inntökueyris, sem er einn ríkisdalur, aðeins í eitt skipti------. Þá er reykj a tóbak munar þetta aðeins um einn eða vindla á viku!“ Þetta boðsbréf mun hafa borið ágætan ár- angur, því að félögunum fjölgaði mjög. Einnig var brátt tekið að afla sjóðnum tekna á annan hátt en með félagatillögum. Árið eftir að sjóð- urinn var stofnaður, tóku einkum konur sig til og komu af stað „tombólu“ og er það síðan og sjálfsagt einnig fyrir þann tíma alþekkt 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.