Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Side 27

Frjáls verslun - 01.09.1942, Side 27
STEN GUDME: Etnanagur nernámi Grcinin, sem hér fcr n efáir, er knfli far nýtífkttiniiigii i»<sk eít- ir djuiska blaðainanninn Stcn Gudnie uno IBanmörku. Möfundur- inn slapp nýlega til Englands, en liafði átlur vorZð í iieiinalandi sínu og starfaði við blaðið Folitikcn. Vcgna uáins sambands okk- ar við Danniörku niá ætla a«V ýieisciiin þyki fróðlcgt, |tað scm bcr cr tekið upp úr hók Guilmc’s og aðallcga íjallar um cfnahags- ástandlð í landinu. Fyrir stríð flutti Danmörk út 50—60% af allri fleskframleiðslu sinni, þriðjung smjörsins og 25% af eggjum. Danmörk átti fleiri svín og kýr, miðað við fólksfjölda, en nokkurt ann- að land í heimi. Verðmæti danskra vara — að- allega landbúnaðarvara —, sem fluttar voru út til Englands, nam 825 milljónum króna árlega. Verðmæti enskra vara, innfluttra til Danmerk- ur, nam á sama tíma 640 milljónum króna. Af hinum þrem höfuðtegundum danskra útflutn- ingsvara — fleski, smjöri og eggjum — var allt fleskið flutt út til Englands, 76% af smjöri til Englands og 23% til Þýzkalands, 75% af eggj- unum til Englands og 22% til Þýzkalands. Þannig byggðist fjárhagsafkoma Danmerkur að mjög verulegu leyti á viðskiptunum við Eng- land. England var ekki aðeins mikilvægasti við- skiptavinur Danmerkur, og allt framleiðslukerfi hennar miðað einhliða við að fullnægja kröfum þessa viðskiptavinar, heldur var danski land- búnaðurinn svo háður innflutningi frá Eng- landi, að hann gat með engu móti haldið í horfi án þess að fá korn og fóðurvörur vestan um Norðursjóinn. Danski landbúnaðurinn var í rauninni orðinn að iðnaði, sem framleiddi land- búnaðarvörur. Með hernámi Þjóðverja var þessu hagkerfi kollvarpað. Þýzkaland hagnaðist stórlega fyrst í stað og ekki aðeins að því er snerti hinar miklu matvælabirgðir, er því féllu í skaut. Þegar þær gengu til þurrðar, myndi röðin koma að bú- stofninum sjálfum. Það hafði tekið þrjá mannsaldra að byggja upp danska landbúnaðinn, og misseri eða heilt FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.