Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Page 36

Frjáls verslun - 01.09.1942, Page 36
25 ára verslunarafmæli Skóverslun B Þann 1. okt. s.l. afhenti frú Oddný Stefáns- son, ekkja Björgólfs heitins Stefánsosnar kaup- raanns, Verzlunarskóla Islands 25 þús. kr. sjóð til þess að styrkja efnilega verzlunarmenn til frekara náms, og heitir sjóðurinn „Verðlauna- sjóður Björgólfs Stefánssonar“. Þann 1. okt. var einnig 25 ára afmæli Skóverzlun B. Stef- ánsson. Sjóðstofnun þessi er gerð af mikilli rausn og er Verzlunarskólanum mikill fengur í að hafa fengið þetta fé til umráða. Björgólfur heitinn Stefánsson stofnaði árið 1917, ásamt Theodór Bjarnar frá Rauðará, fyr- irtækið Skóverzlun B. Stefánsson & Bjarnar, og höfðu þeir félagsskap um verzlunina í 8 ár, en árið 1925 varð Björgólfur einkaeigandi verzlunarinnar, og rak hana síðan einn undir nafninu Skóverzlun B. Stefánsosn. Var verzl- unin vinsæl undir stjórn hans, enda var Björg- ólfur með afbrigðum áhugasamur og duglegur verzlunarmaður. Steíá nssonar Björgólfur fæddist á Þverhamri í Breiðdal 12. marz 1885 og var hann af góðri og vel þekktri ætt á Austurlandi. Björgólfur átti við mikla fátækt að búa í æsku og hafði fá tæki- færi, til þess að leita sér menntunar, en til þess langaði hann mjög. Hann vann fyrir sér við ýms störf til sjávar og sveitar, og gat með því aflað sér fararefna til þess að komast í Verzl- unarskóla Islands 1906, sem þá var nýstofnað- ur. Lauk hann þar námi og vann eftir það í nokkur ár sem starfsmaður í Leðurvöruverzlun Jóns Brynjólfssonar. Á tímabilinu, sem hann var hjá Jóni Brynjólfssyni fór hann til Kaup- mannahafnar til frekara verzlunarnáms og var þar um tíma. Björgólfur menntaðist mikið og var tungumálamaður góður. Auk Norðurlanda- málanna, ensku og þýzku, kunni hann góð skil á frönsku og spænsku. Kom honum þetta vel, því eins og kunnugt er fluttust viðskiptin á seinustu áratugum frá landi til lands, og Björg- ólfur hafði það fyrir sið að ferðast sjálfur til Björgólfur Stefánsson. Oddný Stefánsson. 36 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.