Frjáls verslun - 01.09.1942, Side 41
Verzlunarhús B. Stefánssonar við Lciugaveg.
v?iðskiptalandanna og leyta sér að vörum og
viðskiptasamböndum.
Verzlun Björgólfs blómgaðist vel og naut
hann mikils álits meðal viðskiptavina sinna og
starfsbræðra. Þegar Félag skókaupmanna í
Reykjavík var stofnað var hann kosinn fyrsti
formaður félagsins.
Björgólfur andaðist 14. desember 1938 og í
minningargrein eftir hann látinn lýsir honum
nákunnugur maður þannig:
„Björgólfur var ágætlega að sér í verzlunar-
fræðum. Var hann því fenginn til þess að kenna
bókfærslu við Verzlunarskólann veturinn 1917
—1918 í forföllum þáverandi skólastjóra. Auk
þess kenndi hann mörg ár í einkatímum.
Björgólfur var einnig að öðru leyti ágætlega
menntaður, hafði aflað sér mikils þjóðlegs og
almenns fróðleiks. Átti hann á hinu fallega
heimili sínu safn úrvalsbóka, og þótti gott að
ræða um íslenzkar bókmenntir og íslenzka af-
bragðsmenn.
Björgólfur var að fyrra bragði fáskiftinn.
En þeim, sem urðu vinir hans, var hann óbrigð-
anlega tryggur og trúr, hjálpsamur og ráðholl-
ur, ef aðstoðar hans var leitað. Hann var í við-
ræðu skýr og skemmtinn, glaður, viðmótshýr
og orðheppinn á vinamótum og mannfundum,
þar sem samtöl og borðræður voru að skemmt-
un hafðar. Hann varð því vinsæll af öllum er
honum náðu að kynnast".
Að Björgólfi látnum tók svo sonur hans,
Björgólfur Stefánsson yngri, við forstöðu verzl-
unarinnar, ásamt systur sinni Oddnýju E. Stef-
FRJÁLS VERZLUN
ánsson, en hún er nú við nám í Ameríku og
hefir Björgólfur yngri nú einn forstöðu verzl-
unarinnar á hendi.
Ný fyrirttvki o. fl.
Efnalaugin Kemiko, Reykjavík, hefir verið gerð að
lilutafclagi.
Verzlunin Fjallfoss, Reykjavík, cr rekinn af Elínu
J. Guðmundsdóttur, með ótakmarkaðri ábyrgð. —
Ragnar Magnússon er prókúruhafi.
Litla búðin, Húsavík, Suður-pingeyjarsýslu er smá-
söluverzlun, sem Marinó Sigurðsson og Einar Jó-
hannesson reka.
Kaktusbuðin, Reykjavik, er seld Eggert Gislasyni
og Gunnbimi Björnssyni. Fyrri eigandi var /V^cl
Magnússon.
Lýsisvinnslufélag Flateyinga h.f., Flatey, Spðiir-
pingeyjarsýslu. Tilgangur: Að vinna lýsi og ýnnur
verðmæti úr þorskalifur Flateyinga. Hlutafé kr.
4550,00. Stjórn: Emil Guðmundsson, Bjami Jóliannes-
son og Karl Pálsson.
41