Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Page 5

Frjáls verslun - 01.12.1955, Page 5
hvctr sem var, og kvíknaði þá á þeim), „grænsáp- an góða”, „gráfíkjurnar guðdómlegu", „döðlurnar dísætu" o. s. frv. Þorlákur verzlaði mestmegnis með enskar vörur og hafði hlotið verzlunarmenntun sína á Bretlandi. Hann var líka eins og brezkur fyrirmaður í fram- göngu, alltaf snyrtilegur til fara og jafnvel stáss- klæddur á sunnudögum. Þá sást hann oft ganga um göturnar með pípuhatt og hvíta glófa, með staf í hendi og rós eða nelliku í hnappagatinu á frakkanum. Hann var kátur og fjörugur og vakti líf og yndi, hvar sem hann kom- Þorlákur hélt mjög fram fánamáli Islands og var raunar einn með fyrstu og ötulustu baráttu- mönnum þess. Hann vildi, að þjóðfáninn væri hvít- ur fálki á bláum grunni, og slíkan fána átti hann.i) Einstaka menn fóru að dæmi Þorláks og drógu þennan fána að hún hjá sér, en margir voru því mótfallnir að hafa fugl eða dýr í fánanum. En Þorlákur fylgdi máli sínu fast eftir. Oft var það, þegar hingað komu skip, að hann fór út að þeim í stórum uppskipunarbáti og hafði með sér horna- flokk Helga Helgasonar. Var þannig róið út að skipinu undir dynjandi músik og með fánann við hún. Þegar Þorlákur sté á skipsfjöl, hélt hann ræðu og afhenti skipstjóra síðan hátíðlega íslenzka fánann með fálkanum, sem venjulega var þegar dregin að hún í framsiglunni. Þannig kynnti Þor- lákur þennan fána víðar en hér, og stundum kom það fyrir, að þegar skip þessi, er hann hafði gefið fánann, komu hingað síðar, vcru þau með fánann blaktandi í framsiglunni. Eftir Þorlák komu svo landvamarmennirnir, Einar Bene- diktsson, Benedikt Sveinsson, Bjarni frá Vogi og fleiri, er börð- ust fyrir fánanum með hvítum krossi á bláum feldi, þeim sem Einar orti til fánakvæði sitt. Þorlákur O. Johnson var á und- an sinni samtíð um margt. Hann hafði brennandi áhuga fyrir því að kynna almenningi hér heima útlönd, cg var hann fyrsti mað- urinn, er hingað fékk skugga- myndir og skuggamyndavél. Flestar voru myndirnar enskar, er hann sýndi, en einnig frá Frakk- landi og fleiri löndum. Myndirnar sýndi hann i gamla spítalahúsinu við Kirkjustræti. Eftir að Far- sóttarhúsið var reist í Þingholtinu, var spítalahúsið við Kirkjustræti notað til margra hluta; þar hélt t. d. Reykjavíkurklúbburinn samkomur sínar, og Einar og Margrét Zoega höfðu þar veitingarsölu um skeið. Þá var þarna og eins konar markaðs- staður, og man ég eftir því, að einu sinni hafði enskur Gyðingur, Tyerney að nafni, þar geysi- mikið fatauppboð, og sitthvað fleira var aðhafzt í gamla spítalahúsinu. Þótti það bæði nýstárlegt og góð kvöldskemmtun að horfa á myndir Þorláks 0. Johnsons fyrir 10—20 aura, er hann sýndi þær í gamla spítalanum. Sýndi hann myndirnar sjálfur og flutti með þeim skýringar, en aðstoðarmaður hans var búðar- sveinn hans, er Björn hét. Höfðu sumir gaman af, er Þorlákur var í ákafa að skýra efni myndanna og jafnframt að gefa Birni fyrirmæli, en þá gat hann orðið töluvert fljótmæltur og skýringarnar og fyrirmælin blandazt saman, eins og þegar hann var að sýna mynd af Thames í London og sagði: „Þarna sjáið þið nú London Bridge . .. Bjössi, lok- aðu dyrunuml" Gamlar minjar voru látnar víkja fyrir framkvæmdum nýja tímans Ymsir kærir staðir og mannvirki gamla bæjar- ins hafa smám saman vikið fyrir framkvæmdum nýrri tíma, og hefur það ekki verið sársaukalaust sumum eldri Reykvíkingum. Ein af minjum for- 1) Hugmyndina að ]>esum fána átti upphaflega Sigurður Guðmundsson mál- Dœndajundurinn viS Stjórnarráðið 1905. A Lœkjartorgi cru stcinarnir, sem notaðir ari, og teiknaði liann fánann. voru í veggi íslandsbanka. FRJÁLS VERZLUN 149

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.