Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Side 7

Frjáls verslun - 01.12.1955, Side 7
Indriði G. Þorsteinsson: American Express Þeir höfðu gjaldeyri hinir og áttu mikið erindi í verzlunarhús. Hinsvegar máttu þeir ekki geía út íerðaávísanir sínar í Peking eða Shanghai, eða annars staðar í Kína, aí því þær voru írá American Express og stílaðar á dollara. Fyrsta daginn skrií- uðu þeir ávísanir sínar með Peking sem útgátu- stað, en fengu þær endursendar, því bankanum voru þær gagnslausar ef sást þær voru útgefnar í Kína. Það vantaði stjórnmálasamband og eitt- hvað meira til að dagsetning í Peking væri gild. Upp frá þessu skrifuðu þeir engan stað og þá var allt í lagi. Það mundi koma í hlut kínverskra sendi- ráða í löndum sem höfðu stjórnmálasamband við Bandaríkin að staðsetja ávísanirnar frá American Express. Ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af heimspóli- tíkinni af því ég hafði ekki ávísanir frá American Express; né að ég hefði annað fé. En þegar hinir fóru að verzla í stóru vörusöluhúsi í Shanghai daginn áður en við ókum til Sinkiang fór ég með þeim. Wang Chi-teh og Wang Liang Yú komu með okkur og þriðji túlkurinn, sem var frá Shang- hai. Það eru nokkrar milljónir af Wang í Kína og það var alltaf ungfrú Wang og herra Wang til að- greiningar. Þau ferðuðust með okkur í lestunum og sungu Oxar við ána og Gamla Nóa á íslenzku og voru dálítið á móti því við læsum Inside Asia af því John Guenther væri ekki sérlega áreiðan- legur. Eftir að Þorsteinsson var Dogson í munni herra Wangs, einhvers staðar á milli Tientsin og Shanghai, kallaði ég hann Wangi-boy. Ungfrú Wang var afar tóngefin og spilaði á píanó, þegar við sungum Sigríður dóttir hjóna í Brekkubæ á samkomunni í Shanghai, þar sem nokkrar þús- undir klöppuðu, þótt tveir okkar væru laglausir á Islandi nema í baðkeri. Þetta var hlýr og bjartur dagur og um morgun- inn höfðum við verið að skoða verksmiðju. Þeir komu í þremur bifreiðum að sækja okkur eftir há- degið og Wcmgi-boy varð með mér til vörusölu- hússins. Hann hafði nýlega lært að segja heyrðu á íslenzku og notaði það við öll möguleg tækifæri. Þegar við hváðum, endurtók hann orðaforða sinn. Hinir voru komnir á undan og við gengum frá bifreiðinni og upp tröppurnar og inn í húsið, sem var þriggja hæða með kjallara. Það voru fernar hverfihurðir á húsinu og verzlun á öllum hæðum og í kjallaranum. Wangi-boy var dálítið rogginn yfir vörusöluhúsinu. — Heyrdu, sagði hann. — Þetta er ekki neitt til að státa af. — Heyrdu, heyrdu, raulaði hann og tók undir annan handlegg minn og leiddi mig að stiga upp á næstu hæð. Stiginn var færiband og maður stóð í sömu tröppunni upp. Það voru margar deildir á hverri hæð og margt af vörunum hafði ég séð í verksmiðjunum. Mannþröngin var afar mikil og sumsstaðar voru konur að gefa börnum að sjúga. Niðri í kjallaranum voru húsgögn; arm- stólar, sófar og útskorin borð úr hnotu, sem kost- uðu sextíu yen eða sex hundruð krónur. Það voru mánaðarlaunin hans Wangs að viðbættu kostn- aðarlausu uppihaldi. — Viltu kaupa borð, sagði Wangi-boy. FllJÁLS VEIIZLUN 151

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.