Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 18
eldinn í hlóðunum. Svo hitarðu fyrir mig mjólk, verður reglulega snör, eins og þú getur sannar- lega verið, og kemur inn með mjólkina — og með hangikjöt og laufabrauð á diski." Vilborg spratt á fætur og snaraðist fram. Það var enga ólund að sjá í svipnum, aðeins fíkn- kennda forvitni- Það var steinhljóð í baðstofunni. Börnin, sem staðið höfðu á miðju gólfi, þokuðu sér inn að rúmunum, settust tvö á rúm Vilborgar, tvö hjá Einari. Og svo horfðu þau á húsdyrnar. ,,Var það barnið?" sagði Þóra litla hljóðlega við afa sinn. „Já, það var víst bam," sagði gamli maðurinn lágróma. „Fæ ég ekki að sjá hann?" spurði telpan enn- fremur. „Þú færð að sjá barnið í fyrramálið," svaraði gamli maðurinn friðandi. Eftir stutta stund kom Vilborg. Hún bar trékönnu í annarri hendi, og í hinni hélt hún á diski, sem á var kjöt og laufabrauð. Hún gekk léttfætt inn að húsdyrunum. Húsfreyja mætti henni í gættinni og tók við því, sem hún bar. Svo stikaði þá Vil- borg fram að rúminu sínu, svolítið stúrin á svip- Húsmóðirin hefði getað lofað henni að fara inn og líta í kringum sig. Eftir drykklanga stund leit Vilborg á Einar og sagði: „Var það barn — eða hvað, sem húsmóðirin bar?" Einar dæsti. Svo sagði hann, hvort tveggja í senn, hátíðlegur og furtslegur: „Það hefði ég haldið." Vilborg horfði um stund á gamla manninn. Hann reri ennþá með telpuna. Hún virtist vera dottin út af. Vilborg mælti: „Sást þú nokkurt barn, húsbóndi góður?" „Ekki nema það hafi verið það, sem hún var með í barminum. Ég hélt það væri eitthvað, sem henni hefði verið gefið í Lóni." Húsdyrnar opnuðust, og Þuríður kom fram fyrir, lét hljóðlega aftur á eftir sér. Hún mælti í lágum og mildum rómi: „Ég held það sé ekkert að þeim, lof sé guði, hvorki henni né drengnum, — þetta er ljómandi fallegt barn, lokkabjart, þó að hún sé dökk. En hún talar ekkert, ekki frekar en hún skilji ekki málið, hristir bara höfuðið og brosir, og ekkert vill hún nærast. En drengurinn drakk. ... Nú stein- sofa þau bæði." Enn varð þögn í baðstofunni. Svo andvarpaði húsfreyja, gekk iil gamla mannsins og lagði hönd sína á hendi hans: „Ég er að hugsa um að lofa þeim að vera þarna einum í nótt inni í húsinu. Ég ætla að biðja þig, tengdafaðir minn, að leyfa bæði Þóru og Sigga að lúra hjá þér, og svo hola ég mér niður hjá Borgu með hana Rúnu- Baddi og Gilli fá að kúra hjá honum Einari." Eftir stundarkom voru allir gengnir til hvílu. Slökkt hafði verið á kertunum, en á lampanum var látið loga. Bömin lásu bænirnar sínar upphátt, lásu öll í kór. Gamla konan sat uppi, en allt í einu hallaði hún sér út af og sagði titrandi, en þó svo sem fagnandi röddu: „Dýrð sé guði í upphæðum, friður á jörðu, og velþóknun yfir mönnunum!" 4. Það var ekki fyrr en öllum morgunverkum var lokið, að húsfreyja fór inn til næturgestanna. Hún hugðist bera þeim spenvolga nýmjólk og brauð og smjör. Heimilisfólkið var allt í baðstofunni nema Einar. Hann var ennþá ókominn frá sauðunum. Gamli maðurinn var tekinn að handleika meistara Jón. Nú skyldi það þó ekki farast fyrir að lesa lestur- inn. Allir aðrir en hann störðu á húsdyrnar. Svo var þá hurðin opnuð, og húfreyja stóð á þröskuldinum. Hún var venju fremur föl, tekin til augnanna — og varimar titruðu. Nokkur augnablik stóð hún þegjandi. Síðan sagði hún eins og hana skorti raddstyrk: „Þau em farin — rúmið er autt." Drykklanga stund var alger þögn. Svo sagði Vilberg hrjúfum, en þó dálítið óstyrkum rómi: „Hún hefur bara læðst fram í nótt, þegar hann hægði og birti, og farið út yfir fjömr. ... En það em svo sem engin vandræði: Ég sá tvennt vera að koma hérna áðan innan mýrararnar, Þuríður mín blessuð." Nú dróst allra athygli að gömlu konunni. Hún stundi þungan og sagði grátklökkri röddu: , O, hann verður krossfestur, — það er ekki að tvíla það!" Húsfreyja gekk fram að rúmi Vilbergs, röskleg, svipmikil, virtist vera búin að ná sér. „Farðu út," sagði hún og ætlaðist auðheyrilega ekki til neinna mótbára, „og bjóddu þessum aum- ingjum inn, sem em að koma — heyrirðu það?" Síðan gekk hún inn að rekkju gömlu konunnar, strauk henni yfir vangann og mælti: 16? FU.TÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.