Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Síða 19

Frjáls verslun - 01.12.1955, Síða 19
„Hér verður hann ekki krossfestur." Gamla konan leit upp til hennar tárvotum aug- um, sagði styrkari en áður: „O blessuð, o, blessuð sért þú ævinlega og þitt móðurhjarta." Svo tók hún að róa og raula, slitrótt og með fagnaðarblöndum klökkva: „Þér gjöri ég ei rúm með grjót né tré, gjarnan læt ég allt í té, vil ég mitt hjartað vaggan sé, vertu nú hér, minn kæri; með vísnasöng ég vögguna þína hræri." Það fengust engar fregnir af því, að konan með barnið hefði komið að Hömrum. Ef til vill hafði hún farið lengra, alla leið út fyrir nes eða norður yfir heiði. En þangað áttu engir erindi, búsettir í ★ Ameríkani á ferðalagi í Bretlandi sat andspænis gamalli konu í járnbrautarklefa. Hann tuggði jórtuleður í gríð og erg án þess að mæla orð af vörum. Eftir stundarkom stóðst gamla konan ekki mátið og hallaði sér áfram: „Það er mjög elskulegt af yður að reyna að halda uppi samræðum," sagði hún. „En ég vehð að segja yður, ungi maður, að ég heyri hræðilega illa." þessari sveit. Svo varð þá til helgisögn um konuna og bamið. Hún fór lágt, því að menn vildu ógjam- an láta saka sig um guðlast, en frá kynslóð til kynslóðar hefur hún borizt, hefur til þessa verið sögð þama í fjörðunum. American Express Framh. aj hh. 152. að búa um könnuna. Þegar hún byrjaði á ný sagði ég: — Nét, nét. Vo bú-já she. — Við skiljum ekki rússneskuna þína, sagði hann. — Hvað er nei á kínversku. — Vo já she, sagði hann. — Ég á ekki fyrir þessu, sagði ég og notaði ekki vo já she, af því ég vissi það þýddi ekki nei. Stúlkan hafði búið um könnuna í brúnum umbúða- pappír og Wangi-boy fór oní skyrtuvasa sinn eftir þriggja yena seðli. Þegar hann hafði fengið til baka, rétti hann mér könnuna; — Ég get ekki tekið við henni, sagði ég. — Vertu rólegur. — Nei, nei. — Þú getur verið eins mikill framsóknarmaður og þú villt, eða hvað sem íhaldið þitt heitir á Is- landi. En þessa könnu gefur þú henni móður þinni frá mér. Hann sagði þetta mjög ákveðinn og horfði ofarlega í gegnum gleraugun. Ég hristi höfuðið, en hann kom nær mér og tróð könnunni í vasa minn. Honum gekk þetta illa og ég varð að hjálpa hon- um. Þegar við komum út, gengum við yfir að bifreiðunum og settumst inn meðan við biðum eftir mönnunum með American Express ávísan- imar. lleykjavík 'í nóvcmber. FRJÁLS VERZLUN 103

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.