Frjáls verslun - 01.12.1955, Qupperneq 21
listafélagsins. í þessi rit var skrifað um margt,
sem fátt hafði verið um fengizt í íslenzkum bók-
menntum áður. Meðal annars var birt þar ýmis-
legt um þeirra tíma athuganir á búfræði og nátt-
úrufræði. En til þess að geta tjáð niðurstöður
fræðimanna um þessi efni reyndist nauðsynlegt
að smíða ný orð. En ég efa, að menn geri sér
almennt grein fyrir því, hve þeir, er þá þurftu að
smíða ný orð, áttu rímnaskáldunum mikið að
þakka — mönnunum, sem gert höfðu list orðmynd-
unar að eins konar ævistarfi. Það er alveg óvíst,
hve íslenzkan hefði reynzt þjál til nýyrðasköpun-
ar, ef ekki hefði verið eins mjög á hana reynt í
þeim efnum frá upphafi vega.
Ég hefi ekki hugsað mér að rekja hér sögu ný-
yrðasköpunar á Islandi. Ég vildi aðeins benda á,
að jafnframt því sem íslenzkan hefir geysimikinn
efnivið orðstoina til þess að skapa úr nýyrði, hefir
hún einnig gamiar erfðavenjur við að styðjast. Og
það gerir okkur leikinn miklu auðveldari en öðr-
um þjóðum, sem að vísu hafa mikinn efnivið, en
takmarkaðar erfðavenjur.
IV.
Eins og alþjóð er kunnugt, stendur nú yfir ný-
yrðasöfnun á vegum Menntamálaráðuneytis. For-
saga þess máls er sú, að Björn Ólafsson, fyrrver-
andi menntamálaráðherra, beitti sér fyrir því á
Alþingi 1951, að veitt yrði fé til nýyrðasöfnunar.
Sami ráðherra hafði áður lagt fram á Alþingi
frumvarp um stofnun Akademíu Islands, sem hefði
sérstaklega það hlutverk með höndum að annast
íslenzka málvernd. Þessi hugmynd ráðherrans
fékk ekki hljómgrunn í sölum þingsins, þótt stærsta
þjóð Norðurlanda, Svíar, hefðu reyndar séð
ástæðu til þess að stofna Akademíu á 18'. öld. En
ráðherrann reyndi að bjarga því, sem bjargað
varð. Hann fékk samþykkta fjárveitingu til ný-
yrðasöfnunar, og þegar var hafizt handa. Björn
ráðherra fól orðabókarnefnd Háskólans að hafa
yfirumsjón með nýyrðasöfnuninni. I þessari nefnd
eiga sæti þeir prófessorarnir Alexander lóhannes-
son (formaður), Einar Ól. Sveinsson og Þorkell
Jóhannesson. Hlutverk þessarar nefndar var áður
aðeins fólgið í því að annast yfirstjóm hinnar vís-
indalegu íslenzku orðabókar, sem nú er unnið að
í Háskólanum. En nú fékk hún víðara verkssvið.
Orðabókamefndin varð vitanlega við tilmælum
ráðherrans. Hún réð dr. Svein L. M. Bergsveinsson,
nú prófessor í Berlín, til þess að annast ritstjórn
fyrsta heftis.
FR.TÁtS VPRZI.TTN
Fyrsta hefti nýyrðasafnsins kom út 1953, og
hafði verið í það safnað orðum úr eðlisfræði, raf-
tækni, efnafræði, bifvélatækni, sálarfræði, rök-
fræði, erfðafræði og fleiri greinum. Sé það fjarri
mér að gagnrýna starf dr. Sveins. Mér er kunnugt
um, að hann vann ósleitilega að söfnuninni. En
allt um það er óþarft að draga fjöður yfir það, ■—
en það er vafalaust ekki Sveins sök, — að upp-
hafleg áætlun um nýyrðasöfnunina var reist á of
mikilli bjartsýni. Það kom mjög fljótlega í ljós, að
taka þurfti hverri grein rækilegra tak en gert var
í fyrstu. Það voru ekki fræðilegar ástæður, heldur
hagnýtar, sem réðu því, að svo mörg verkefni vom
tekin til meðferðar í 1. hefti nýyrðasafnsins.
Dr. Sveini bauðst prófessorsstaða í Berlín í árs-
byrjun 1953, og tók hann við þeim starfa, nokkru
eftir að i. hefti nýyrðasafnsins kom út. Formaður
orðabókamefndar, dr. Alexander Jóhannesson, fór
þess á leit við mig, er dr. Sveinn hvarf af landi
brott, að ég tæki að mér starf hans við nýyrða-
söfnunina, og varð það að ráði. Varð mér að ómet-
anlegu gagni sú reynsla, sem fengizt hafði af starfi
dr. Sveins við Nýyrði I. Ég hófst þá þegar handa
að safna nýyrðum, er varða sjómennsku og land-
búnað. Reyndist það allerfitt og tímafrekt starf.
Einkum var örðugt að eiga við sjómennskuna. Ég
get t. d. getið þess, að furðulítið virðist hafa verið
skrifað um veiðiaðferðir sumar, t. d. togveiðar.
Varð ég því að snúa mér til togarskipstjóra og leita
fróðleiks hjá þeim. Reyndust þeir mér mjög vel.
En ég hygg þó, að nauðsynlegt reynist að gera
sjómannamálinu betri skil síðar, þótt viðurkenna
verði, að góður stofn er þegar fenginn. Niðurstöð-
umar af söfnun nýyrða úr sjómennsku og land-
búnaði birtust í Nýyrðum II og III (Rvk. 1954 og
1955). Það er vitanlega ekki mitt að dæma, hvemig
tekizt hefir. Það verða aðrir að gera.
1 þeim þremur nýyrðasöfnunum, sem út eru
komin, hafa birzt um 12. þús. orð. Og enn er ekk-
ert lát á þessari starfsemi. Nú er unnið að söfnun
orða úr flugmáli og útgáfu heftis um það efni.
Hefir vinna við þetta tekið langan tíma, en henni
er nú langt komið. Má búast við, að heftið um
flugmál komi út snemma á næsta ári. Agnar Koe-
fod Hansen átti frumkvæði að því, að flugmálið var
svo snemma tekið til athugunar. Á hann miklar
þakkir skildar fyrir það. Orðabókarnefnd hafði vit-
anlega gert sér ljóst, að gera varð þessu efni skil.
En henni var jafnframt kunnugt um það, að erfið-
ara var um vik að safna orðum um þetta efni en
flest önnur, vegna þess að heimiidir voru svo
165