Frjáls verslun - 01.12.1955, Side 27
orðið var. Hinir ókunnugu gestir, sem þetta minnilega
kvöld bar að garði á Sporði voru tveir bændur utan af
Vatnsnesi, Þorgrímur Jónatansson á Kárastöðum og Stefán
Þorsteinsson í Sauðadalsá, en þriðji gesturinn var bónda-
sonur austan úr Vatnsdal, Þorsteinn Konráðsson frá Hauka-
gili. Voru þeir á leið austan úr Vatnsdal og ætluðu vcstur
um.
Menn þessir höfðu nóttina áður gist á Jörfa í Vatnsdal,
komust þaðan tiltölulega se nt af stað en ætluðu að komast
vestur á Vatnsnes um kvöldið. Þegar þeir voru komnir
vestur fyrir Víðidalsá, var komin feikna fannkoma svo að
nýsnævi óðu þeir í miðjan legg. Hinsvegar var veður gott
að öðru leyti og blæja logn.
Þegar þeir félagar voru komnir á Selásinn, bar sem hann
ber hæst, námu þeir staðar til þess að ráða málum sínum.
Kafaldið hafði þá aðeins rénað í bili, en koldimmir klakk-
ar allt í knng. Æsings bnmhljóð barst til eyrna þeirra
norðan af söndunum og í norðri sáust á stöku stað rjúka
sviptivindar, sem þyrluðu snjónum í geysiháa stróka. Mönn-
unum þremur var það af gamalli veðurreynslu ljóst, að brátt
myndi skipast veður í lofti og sennilega svo um munaði.
Ræddu þeir hvort skyldi heldur halda áfram eða snúa til
baka, en þar sem cinn þeirra, Þorgrímur Jónatansson, hafði
áður verið bóndi í Sporði, þaulkunnugur öllum staðháttum
og kennileytum og auk þess þckktur að ratvísi og öryggi
var ákveðið að halda áfram og freista að ná Sporði. Var Þor-
grímur sjálfkjörinn fararstjóri.
Héldu þeir félagar síðan af stað og vestur götusneið-
ingana í Selásnum að svo miklu leyti sem unnt var að
fylgja þeim vegna snjólaga og snjóblindu. En beir voru
vart komnir niður í þá miðja er fyrsta bylgusan reið yfir
og síðan hver af annarri unz komin var samfelld iðulaus
stórhríð, svo dimm að ekki sá út úr augunum. Veðurhæðin
óx með hverju augnablikinu sem leið og innan stundar var
veðrið óstætt orðið. Vindstaðan var á hlið við bá félaga
en þegar snjórinn þyrlaðist um andlit þeirra og vit voru
þcir komnir að köfnun og urðu þráfaldlega að snúa sér
undan veðrinu til þess að ná andanum. Þegar veður hafði
vaxið í þvílíkum mæli, tók Þorgrímur til þess ráðs að binda
þá þremenmnga saman með snæri, sem hann bar á sér.
Var þá svo komið að ekki var lengur stætt og urðu þeir
að skríða. Skreið Þorgrímur fremstur en hinir á eftir.
Allt í einu stanzaði Þorgrímur við það að hann var
konnnn fram á þvcrhnípta brún, en eftir nokkra athugun
kom í ljós að þeir voru staddir á húsþaki. Var þá leitað
niðurgöngu og síðan leitað dyra. Þarna var um tómt fjár-
hús að ræða, dyr stóðu opnar og hafði allmikið fennt inn
um þær. Þóttist Þorgrímur í húsi þessu þekkja eitt fjár-
húsanna í Sporði, myndi það vera Hólshús ncfnt og standa
syðst í túninu, en bæjarhús nokkru norðar.
Varð að ráði milli þeirra þriggja að tveir skyldu leita
„Sagt var að þá er líkin fundnst hafi ]ón setib u-p-pi
með son sinn í fanginu . . .“
bæjar, en sá þriðji halda sig við fjárhúsið og hóa eða kalla.
Áður en til þessara framkvæmda kænn bar að fjórða mann-
inn, sem var eins og hrundið inn í húsið til beirra, svo
var veðurhæðin gífurleg. Var þar konnnn Bjarni Sigurðs-
son að leita Sporðsfeðga. Ekki kvað Bjarni þá vera stadda
í Hólshúsinu heldur í öðru húsi skammt vestan við bæ-
inn. Þótti þeim þremenn ngum þá sýnt að ef Bjarna hefði
ekki borið að og þcir hinsvegar haldið í norðurátt í leit
að bænum, eins og þeir höfðu ætlað sér, myndu þeir aldrei
hafa fundið hann og viðbúið að þeir hefðu borið bein sín
í villu og hríð í mýrarauðninni.
Bauðst Bjarni til að fylgja aðkomumönnum til bæjar og
hafði þá enn harðnað veðrið, enda sögðu þeir félagar síðar
svo frá, að það hafi verið karlmennskuraun hin mesta að
komast þessa stuttu leið milli fjárhúss og bæjar. Enda þótt
þeir væru hraustmenni hin mestu og á bezta aldursskeiði
urðu þeir að skríða og halda sér föstum í taðköggla, sem
frosið hafði niður í svörðinn.
Þcgar heim í bæjardyrnar kom fennti þar allt upp í einni
svipan og gekk illa að loka hurðinni. Varð það ekki gert
fyrr en Bjarni sótti tré eitt mikið upp á bæjarþak og
spennti það fyrir hurðina. Er gestirnir höfðu skafið af
sér mestu fönnina gengu þeir til baðstofu og var þar tekið
með íslenzkri gestrisni eftir því sem efni og föng stóðu til.
Baðstofan var lítið hús en sæmilegt, eftir því sem þá
gerðist á minni bæjum. Hún var 9 álna löng og um 6 álnir
á breidd. Afþiljuð var hún og inngangur fyrir miðjum
stafni. Fimm rúm voru í stofunni, en eldavél í sjötta rúm-
stæðinu og þar voru vosklæði gestanna þurrkuð. Ekki var
um aðra upphitun að ræða, nema það sem yljaðist frá elda-
vélinni, enda kólnaði mjög í baðstofunni, og töldu a. m. k.
sumir gestirnir sig hafa orðið að ganga um gólf um nótt-
ina til þcss að halda á sér hita. Ljós týrði á lampa og úti
fyrir geysaði tryllt fár\4ðrið svo baðstofan nötraði og skalf,
enda hrikti og brast í hverju tré undan átökum hinna ofsa-
legu hamveðra.
FHJÁLS VERZLUN
171