Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Síða 31

Frjáls verslun - 01.12.1955, Síða 31
Oscar Clausen: Innlendir kaupmenn í Reykjavík, eftir að verzlunin varð frjáls 1854 n. grein Þess er áður getið, að Þorsteinn kaupmaður var ógiftur, en 3 börn eignaðist hann, sitt með hverri stúlkunni. Eftir þeirra tíma löggjöf áttu óskilgetin börn ekkert tilkall til föðurarfs. — Dóttir Þorsteins kaupmanns og Vigdísar Stein- dórsdóttur var Anna, sem fyrst átti síra Þorvald Asgeirsson frá Lambastöð'um, Finnbogasonar, og svo siðar Sigfús bóksala Eymundsson, — en skildi við báða.1) Ekki er mér kunnugt um, að' hún hafi átt afkomendur. — Sonur Þorsteins var Kristján, sem kallaði sig Kúld, og var merkur maður hér í bæ síðast á öldinni sem leið. — Ann- ar sonur Þorsteins var Gúðmundur Olsen kaup- ma'ður, sem ólst upp hjá Jóhannesi Olsen, þekkt- um útvegsmanni í Reykjavík, sem gaf honum nafn sitt og ættleiddi hann. Benedikt Gröndal segir um Guðmund, sem var mikill merkismað- ur, að hann 'hafi verið' „að öllu útliti eins og Þorsteinn“.2) Af sonum Þorsteins eru komnir merkir dugnaðarnienn hér í bæ, t. d. Lauganes- bræður, þeir Olafur Þorgrímsson hæstaréttarlög- maður og bræður hans, sem eru dóttursynir Kristjáns Kúld, og svo dætur Guðmundar Ól- sens kaupmanns. — Eins og áður getur, var byrjað' á uppskrift á búi Þorsteins 2 iímum eftir dauða hans, og varð þá fyrst fyrum þeirra, sem þar voru að verki, forsiglaður pakki eða bréf, sem bar þessa utaná- skrift: „Heri Document, soin opbevares hos By- fogeden i Reykjavik og tilbageleveres Kjöb- mand Th. Johnsen, men i Dödstilfælde aabnes“. — („Tntiiheldur skjal, sem geymist hjá bæjarfó- getanum í Revkjavík, og afhendist aftur kaupm. 1) Sbr. Kl. J.: SaKa Kv. II, 217. 2) Sbr. B. Gr.: Dægradvöl 201. Th. Johnsen, en opnist ef hann deyr“). — I>essi pakki var svo opnaður í skiptaréttinum 1. des- ember og kom þá innihald hans í ljós, sem var arfleiðsluskrá hins látna, skrifuð af honum sjálf- um 9 árum áður, eða 8. marz 1850, og staðfest af Notariur Publicus í Reykjavík, þar sem hann arfleiðir Önnu dóttur sína að ölln búi sínu skuld- lausu. — En þessari erfðaskrá var síðar mót- mælt af systkinum Þorsteins, sem héldu því fram, að hann hefði gjört þessa ráðstöfun aðeins í tilefni af ferðalagi sínu til útlanda, sem liann fór um þær mundir, en að Þorsteinn hafi alls ekki ætlazt til þess, að þetta bæri að skoða sem síðasta vilja sinn. í þessu sama réttarhaldi voru Hka innsigluð öll skjöl, sem voru viðvíkjandi fátækrastjórn Reykjavíkurbæjar, en Þorsteinn hafði verið gjaldkeri hennar í 9 ár undanfarið. — Þegar svo þau plögg voru endurskoðuð í hendur Hannesar kaupm. Johnsen, sem tók við fátækramálunum eftir hann, kom í ljós, að öll reikningsskil voru í fyrirmyndar reglu og gjörð grein fyrir hverjum skildingi. — Einnig hafði Þorsteinn kaupmaður haft á hend stjórn og reikningsfærslu fyrir sam- eignai-félagið, sem átti T>augarnes, og var þar hver skildingur vís og á sínum stað. — -----o---- Það var vissulega erfitt fyrir skiptaráðandann í Reykiavík, að taka þetta stóra dánarbú kaup- mannsins til meðferðar og skipta. Stóra verzlun í fullum gangi og miklar eignir, og hafa enga ráðamenn sér við hlið, sem áttu beinum hags- munum að gæta. A frumstigi skiptanna var ])ó útnefndur umboðsmaður fyrir væntanlega erf- ingja, Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs, mesti heiðursmaður, sem var þekktur að samvizku- FRJÁI.R VERZl.UN 175

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.