Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Side 40

Frjáls verslun - 01.12.1955, Side 40
Tvígift konct sagði einu sinn við seinni mann sinn: ,,Mikið getur þú verið matvandur. Það er munur á þér og fyrra manni mínum. Aldrei fann hann að mat hjá mér." „Já, en hann dó nú líka," sagði þá maður hennar. ISLENZK FYNDNI ★ Sá, sem hefur hugann við starfið, kemst áfram, en sá , sem hefur starfið á heilanum, verður hálf- vitlaus. LION-MAGAZINE ★ Tveir menn, er höfðu ferðast víða um heim, voru að ræða saman um ýmsa þá staði, er þeir höfðu heimsótt: „London," sagði annar, "er ábyggilega mesta þokubæli í heimi." „Nei, það held ég ekki," sagði hinn. „Ég hef komið til staðar, sem er meira þokubæli." „Hvar var það?" spurði vinur hans. „Ég veit það ekki," svaraði hinn, „ það var svo mikil þoka, að ég get ekki sagt írá því." ★ Stúlka er orðin fullvaxta, þegar piltarnir hætta að elta hana, en eru byrjaðir að fylgja henni heim. FEMINA ★ Lítill drengur angraði stúlku, er sat við hlið hans í strætisvagni, með því að sjúga stöðugt upp í nefið. Stúlkan þoldi þetta ekki til lengdar. „Drengur minn, hefur þú ekki vasaklút?" spurði hún gremjulega. Litli drengurinn horfði á hana stundarkorn og sagði síðan: „Jú, en mamma sagði, að ég mætti ekki lána hann ókunnugum. VARIETY ★ „Mamma, má ég synda líka?" „Nei, barnið mitt, vatnið er hættulegt hérna." „En pabbi er að synda." „Já, góða mín, pabbi er líftryggður." ★ Við réttarhöld í máli einu lýsti annar málsaðili hinum sem brögðóttum náunga, sem einskis svif- ist og bætti við til áherzlu máli sínu: „Hann er sú manntegund, herra dómari, sem aldrei horfir beint framan í yður, nema ef þér snúið við honum bakinu." ★ Heyrt á förnum vegi: Nóbelslaunin Laxness hlýtur, lofið hæst og krónur margar. Loksins er það lús og skítur landinu, sem varð til bjargar. r--------------------------------------------------->| „FRJÁLS VERZLUN" Ctgejandi: Vcrzlunarmannafélag Rcykjavíkur. Formaður: Guðjón Einarsson. Ritstjórar: Guimar Magnússon og Njáll Simonarson. Ilitnejnd: Rirgir Kjaran, formaður. Gunnar Magnússon, Ingvar N. Pálsson. Njáll Símonarson, Olafur I. Hannesson, Oliver Steinn Jóhannesson og Pétur Sæmundsen. Slcrijstofa: Vonarstræti 4, 3. hæð, Reykjavík. Sími ótas. VÍKINOSPHENT >.------------------------------------------------- 184 FRJÁI.S VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.