Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Side 3

Frjáls verslun - 01.05.1959, Side 3
leið, og það sé óþægilegt að hafa peningakröfuna hangandi yfir scr eins og sverð Damoklesar, cr þó aldrei skortur á mönnum, sem fúsir eru að taka að sér hlutverk skuldunautarins. Vandinn er lengst- um sá, að fá menn til þess að spara, fá menn fyrst til þess að safna í handraðann, sannfæra þá síðan um það, að það borgi sig að fara í handraðann aftur og leyfa öðrum framtakssamari, hagsýnni eða a. m. k. bjartsýnni að fá spanféð til ávöxtunar, — og loks að sýna þeim fram á, að þeir eigi að leita aukinnar tryggingar hjá nulliliðnum nukla, bank- anum, þegar þeir vilja ávaxta fé sitt. Til þess að unnt sé að fá menn til þess að spara, þarf að uppfylla ýms skilyrði. Frumskilyrðið er vitanlega það, að menn hafi í sig og á og vel það. Hvenær því marki er náð, hlýtur að fara eftir mati hvers emstaklings. Það er þýðmgarlaust að ætla sér að setja mönnum reglur um það, en fornfræga aðferð má alltaf nota, freistinguna. Það má freista manna til þess að spara, með því að heita þeim vöxtum af sparifénu. Sjálfboðalið skuldunautanna er nægilega fjölmennt og ásækið til þcss, að óhætt er að lofa bæði vöxtum og vaxtavöxtum á þeirra kostnað. En loforð um vexti og vaxtavexti verður létt á metunum, ef ekki tekst að skapa og varðveita traust á verðgildi penmganna. Hvernig er unnt að ætl- ast til þess, að nokkur maður neiti sér um ísskáp eða aðgöngunuða að blaðamannakabarettinum í dag, ef hann hefir ástæðu td þess að ætla, að eftir tvö eða þrjú ár geti hann rétt keypt hrænvél eða konnzt í barnasæti á bíó fyrir peningana, sem hann lagði upp? Það er kunnara en frá þurfi að segja, að á undan- förnum árum hafa peningarnir mjög brugðizt því hlutverki hér á landi að varðveita verðmætin. Það gegnir næstum furðu, að þrátt fyrir þetta hafa menn haldið áfram að spara til skamms tíma. En sólarmerkin síðustu mánuðina spá ekki góðu um sparnaðinn. Ekki þarf lengi að leita að orsökinni til þess að peningarnir hafa ekki getað getað rækt þetta hlut- verk sitt, að vernda spariféð, enda hefir oft verið Milliliður allra niilliliða. á hana bent og af meiri fræðimennsku cn mér er fært. I viðleitninm að bæta kjör sín hefir þjóðin heimtað, að stærri hlutur kæmi til slapta cn á land hefir borizt. Það getur verið réttmætt fyrir þjóðar- heddina að eyða meira en aflað er á vissum tím- um, ef mismununnn •— og raunar meira en hann einn — er lagður til nytsamra fyrirtækja, sem síð- ar gefa þann arð, sem getur greitt þær skuldir, er á þennan hátt safnast við önnur lönd. En ekkert vit er í því að taka erlend lán til daglegrar neyzlu. Sú leið getur ekki leitt til annars en gjaldþrots. Þjóðartekjurnar aukast ekki um eyrisvirði við það, að mönnum séu greiddar fleiri krónur í kaup en atvmnuvegirmr fá bonð. Utflutningsframleiðsl- an fær ekki staðizt, án þess að henni séu veittir styrkir til þess að standast erlenda samkeppni. Sama á raunar við um ínnlenda framleiðslu td FRJÁLS VERZLUN — FYLOIRIT 3

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.