Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Side 5

Frjáls verslun - 01.05.1959, Side 5
inn, sem ég he£i þegar farið svo mörgum orðum um. Þessi samnefnari leiðbemir einnig reiknings- glöggum manni, sem er svo heppinn að eiga pen- ínga eða njóta lánstrausts, um það, hvermg hann geti bezt ávaxtað sitt pund, — hvort hann eigi að kaupa sér mótorbát, leggja út í húsabrask eða stofna ísbar. Þetta er hlutlaus dóman, sem dæmir hlutina úr frá ískaldn skynsemi. En hann er ekk- ert viðkvæmur og lítur ekki á annað en pemnga- hliðina eina, þ. e. gróðavonina, eins og hún er þá og þá stundina, og því getur frá almennu sjónarmiði verið ástæða til að hafa nokkra gát á ráðlegging- um hans. Þessi leiðbeiningarstarfsemi peninganna sem samnefnara verðamætanna fer daglega fram í öll- um viðskiptum. Þeir, sem naskastir eru að hlusta eftir leiðbeiningunum, finna nýjar leiðir til að auðga sjalfa sig. Þegar nýir haftamúrar eru reistir, finna þeir gróðalind undir hverjum steini. Það er þessi leiðbeiningarstarfsemi, sem ræður mestu um það, hvernig starfsorku þjóðarinnar er varið, þótt þar korni reyndar fleira til greina, eins og mannleg tregða við að fara af þeirri braut, sem tilviljun eða önnur atvik hefir beint manni á, — stundum má kalla það þrjózku gegn því að svíkja köllun sína. Ég heft talað um þetta þriðja hlutverk pening- anna eins og það horfir við hverjum einstaklingi. En síðasta athugasemdin í því sambandi gefur til- efni til nánari athugunar á viðhorfinu milli þessa „samnefnara verðmætanna“ og þjóðarheildarinnar. Ég ætla nú að fara fram á nokkra andlega áreynslu af lesendum mínum. Ég ætla að biðja ykkur að hugsa ykkur mjög annarlegt þjóðfélag, þar sem skattamálunum væri cinkennilega komið fyrir. Ég er ekki guðfræðingur og ætla því ekki að tala um Paradís, þar sem mér er sagt af kunnugum, að eng- ír skattar séu á menn lagðir, en þetta hugarfóst- ur mitt er þjóðfélag, þar sem skattarmr hvíla jafnt á öllum atvmnugreinum, engir framleiðslu- eða neytendastyrkir eru veittir, engm mnflutmngs- eða útflutningshöft, enginn hátagjaldeyrir, en á hinn bóginn er þar gjaldeynr, sem fyrirvaralaust má fá skipt í hvaða erlendan gjaldeyri sem er. I þessu einkennilega þjóðfélagi, sem ég var að lýsa, myndu peningarnir sem samnefnari verðmæt- anna segja nákvæmlega til um það, hvernig hafa mætti mestan veraldarauð upp úr vinnu þjóðarinn- ar á hverjum tíma. Ég sagði ,,nákvæmlega“, en það er náttúrlega ekki alveg rétt, því að óvissan um afla og afrakstur á annan bógmn og um mark- aði á hinn væri ekki horfin. Ég hefði átt að segja ,,eins nákvæmlega og orðið getur“. Við fengjum þarna gremilega leiðbemingu um það, hvernig verkaskipting okkar við aðrar þjóðir ætti að vera, þanmg að báðir hefðu hag a£ henni, og ínnanlands myndum við framleiða það til eigin þarfa, sem ódýrara væri að framleiða hér en að kaupa frá öðr- um löndum. Ég er ekki að gera áróður fyrir þessu undarlega landi, sem ég hefi venð að lýsa. Ég er aðeins að benda á, að með fullkomlega frjálsum viðskiptum sýnir verðmælirinn, penmgarmr, okkur, hvernig við eigum að koma fram hinni fullkomnustu verkaskiptingu mnávið og útávið, hvermg við fá- um nýtt starfsorkuna bezt, ef ekki er haft annað í huga en fjárhags-sjónarmiðin. Hitt er mér vitan- lega ljóst, að margt fleira getur komið til greina. Mennmgarleg sjónarnuð geta valdið því, að æski- legt sé að styrkja einn atvinnuveg á annars kostn- að. Einnig getur nokkuð venð leggjandi í sölurn- ar til þess að gera atvinnulífið fjölbreyttara og vera betur sjálfbjarga, ef umheimurinn gengur af göfl- unum einu sinni enn. Þótt rannsókn leiddi í Ijós, — en það tel ég alls engar líkur dl þess að hún gerði, — að með frjálsn verkaskiptingu við aðrar þjóðir horgaði sig ekki að reka neinn atvinnuveg á fslandi annan en fiskiðnað, ættum við vissulega ekki allir að hverfa að þeirn atvinnugrein og hætta búskap og iðnaði. En hitt ættum við að gera okkur ljóst, að með því að styrkja einn atvinnuveg á annars kostnað öðlast þjóðin í heild nunni veraldarauð, þjóðartekjurnar verða minni, það kemur minna til skipta. Og þá er að meta, hvort það er vegið upp með auknu öryggi andlegu og efnalegu, því að vissulega væn mikið öryggisleysi því samfara að stunda aðeins eina atvinnugrein. FRJALS VERZLUN — FYLGllUT 5

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.