Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Side 9

Frjáls verslun - 01.05.1959, Side 9
þjóðarheildinni sársaukalausir. Það sem gerzt hef- ir er allt annað. Hofgoðar vísitölunnar sáu loks, að hún ætlaði allt vitlaust að gera í fjármálum þjóð- arinnar. Þá gripu þeir til þess ráðs að æra hana sjálfa. Hver emasti hagfræðingur mun viðurkenna, að vísitala framfærslukostnaðar hlýtur ætíð að vera mjög tilviljunarkenndur og ónákvæmur mælikvarði á það, sem allur almennmgur kallar ,,dýrtíð“, — með mjög óvísmdalegu orði, en orði, sem hann hefir á tilfinmngunni, hvað þýðir. Hugsuð neyzla ímyndaðrar fjölskyldu mcð handahófskenndan krónufjölda í tekjur er mælikvarðinn. Heiðarlegir hagfræðingar, sem eingöngu ætluðu vísitölunm hjálparstörf á vinnustofum sínum og í handbók- um, gátu innblásið hana vissum heiðarleika, en hún hafði sannarlega eklu gott af samverunni við stjórnmálamenn og forystumenn hagsmunasam- taka. Annarleg sjónarmið fóru nú að hafa áhrif á það, hvernig fjölskyldan, sem aldrei var til, eyddi tekjunum, sem hún aldrei hafði milli handa. Það var þó ekki nema upphafið. Vörurnar, sem hinni frægu fjölskyldu var ætlað að eyða aurum sínum í, fengu sérstaka helgi og voru kallaðar visit'óluvörur. Og þeim mun meira sem þetta tilvistarlausa fólk neytir af emhverri ákveðinni vörutegund, þeim mun meiri verður helgi henn- ar. Þetta getur haft hin einkenndegustu áhrif á líf þeirra, sem í landinu hfa, klæddir holdi og blóði. Þegar þetta er skrifað, hafa Reykvíkingar t. d. ekki fengið að kaupa bakarísbrauð (nema sætabrauð og snúða) í 5 vikur. Ástæðan er sú, að óvenjumikið er notað af vísitölu við framleiðslu á brauði (en aftur á móti fer engin vísitala í sætabrauð og snúða). Helgi vísitöluvaranna kemur fram í allskonar fríðindum um tolla og skatta (,,það má ekki hækka vísitöluna“), og stundum í því, að bemlíms er gef- íð með þe.im af almanna sjóði (,,það verður að lækka vísitöluna“). En þegar að því er komið að færa vísitölunni fórnir til þess að halda henni í skefjum, kemur í ljós, að segja má um hana eins °g Grýlu, að ,,hún er sig svo vandfædd“, að henni stendur ekki á sama, hvað hún lcggur sér til munns. Kartöflur eru hennar uppáhaldsmatur, þar næst saltfiskur. Það mun kosta innan við eina mill- jón króna að fá hana til að lækka sig um eitt stig, cf fórnin er færð í kartöflum, rösklega tvöfalda þá upphæð, ef henni er gefinn saltfiskur, um og yfir 5 milljónir á hvert stig að ala hana á smjörlíki eða kindakjöti, en frá tæpum 6 og upp í 6,5 milljónir, ef henni er gefin mjólk eða smjör. Nú mætti ætla, að fórnirnar væru færðar að mestu eða öllu leyti í saltfiski eða kartöflum, þar sem það væri heildinm ódýrast og réttirnir engan veginn óþekktir á matborði flestra fslendinga. En það er eins og eimi eftir af þemi gikkshætti, að þetta sé ófínn matur, því að þrefalt hærri fjárhæð er eytt td mðurgreiðslu á smjöri en kartöflum og þrítugfalt hærri til niðurgreiðslu á mjólk en salt- fiski. En er þetta ekki eintóm vitleysa? spyr sá sem utan að kemur og ekki þekkir til. Nei, svara æðstu prestarnir, þarna sýmr þú aftur skdnmgs- leysið á samhengi efnahagslifsins. Það hefir nefni- PHJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.