Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Side 14

Frjáls verslun - 01.05.1959, Side 14
Myrkranna á milli (og lengur í skammdeginu). verða fyrir af öllum þeim, sem leyfanna þarfnast, linnir ekki pólitískum ágangi og heimsóknum frá fólki, sem ,,þekkti mann, sem þekkti mann“, ef mór leyfist að víkja svolítið við orðum gamallar vísu. Vissulega væn annað þarfara við allar þær vinnu- stundir að gera, sem þarna fara í sóginn. Það yrði eins og sóibráð á vordegi, ef við gætum losnað við leyfapláguna. Það myndi birta yfir hugum at- hafnamannanna, og þá kæmist í framkvæmd mörg nytsöm hugsun, sem nú kafnar í fæðingunni, vegna þess að menn hafa ekki geð í sór til þess að leggja út í baráttuna við hið marghöfða skrímsli leyfaveitinganna. Onnur afleiðing verðþenslu og óraunhæfrar gengisskránmgar er sú, að fljótlega verður ómögu- legt að greiða kostnaðmn við framleiðslu til út- flutnings, ef útfytjandinn fær ekki nema hið skráða gengi fyrir varning sinn. Þá kemur styrkja- farganið, — hin dulbúna gengislœkknn. Það er óþarfi að öfunda nokkurn mann af út- flutningsstyrkjunum. Meðan verðbólgan fær að leika lausum hala og ráðandi menn fást ekki til þess að leiðrótta gengisskránmguna, er óhjákvæmi- legt að greiða þessa svokölluðu útflutningsstyrki. En það leiðir til óheillavænlegra afleiðinga, þeg- ar menn neita að kalla hlutina sínum róttu nöfn- um. Það er eins og löggjafanum hafi tekizt að telja sjálfum sór trú um, að þetta fyrirbæri væri raunverulegir styrkir. Því var um hríð tekin sú stefna að styrkja útflutninginn þeim mun meira sem hann gaf þjóðarbúinu minna í aðra hönd af gjaldeyri, og er þetta tímabil kennt við Fram- sóknarýsuna. Menn hafa það fyrir satt, að við undirbún- íng bjargráðanna svokölluðu í vor sem leið hafi hagfræðingar ríkisstjórnarinnar reynt eftir megni að fá hana ofan af þessu sjónarnuði. Þeim varð nokkuð ágengt að þessu leyti, því að bjargráða- kerfið er ekki eins flókið og Framsóknarýsukerfið, en þó lifir sá mæti fiskur enn góðu lífi. Má nefna þess mörg dæmi, en óg læt eitt nægja. Síldarútvegsnefnd selur alla saltsíld fyrir hönd verkunarstöðvanna. I samningi við Sovótríkin er verð á síld veiddri fyrir Norður- og Austurlandi á sumarvertíð ákveðið i 8 shillingum (eftir skráðu gengi sem næst 40 krónum) hærra en fyrir Faxa- síld. Það sýmst því hggja í augum uppi, að það væri betri eign að eiga nokkrar tunnur af Norður- landssíld en sama magn af Faxasíld. En viti menn: Þegar nefndin genr upp við saltendurna, fá f>eir meira, sem minni gjaldeyris öfluðu, — eg held það muni eitthvað 1 5 krónum á tunnu, sem verð- minni síldin færir útvegsbóndanum í búið fram yfir hina verðmætari. Ég er ekki að halda því fram, að framleiðendur Faxasíldar sóu ofsælir af sínum styrkjum, nó að rangt hafi verið að hækka verðbætur Faxasíldarinn- ar úr 70% í 80% eins og gert var, þegar kom fram á haustvertíð. Hinu hverf óg ekki frá, að ekki só til snefill af rökum fyrir því að setja sumarsíldina frá miðunum norðanlands og austan á óæðri bekk og greiða aðeins 55% vcrðbætur fyrir afurðir unn- ar úr henni. 14 FRJÁLS VERZLUN — FYLOIItlT

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.