Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Side 16

Frjáls verslun - 01.05.1959, Side 16
!yaldeyristekjur af útflutningi þjóðarinnar. Þ6 við- urkenni ég, að það er vafamál, hvort ekki sé rétt- ara að halda sér að aðalflokknum, 80°/Q up-pbót- unum. Það munar litlu og hefir a. m. k. þann kost, að þar er föst tala, og þá er óþarfi að tala um ,,styrki“, nema í sambandi við 5. og 6. flokkinn, sem nefndir voru að framan. Hitt þurfa menn einnig að gera scr ljóst, að þeir aðiljar, sem ekki fá hina ,,viðurkenndu“ geng- islækkun að fullu bætta í formi útflutnings- eða gjaldeynsbóta, eru skattlagðir, sem mismuninum nemur. Er einkenmlegt, að ekki skuli hafa orðið meiri styr en raun ber vitni um út af þessu herfi- lega misrétti. * * * Aður en ég skil við þennan þátt skrípaleiksins, vil ég aðeins drepa á eitt atriði í sambandi við ínn- flutninginn. Ég nefndi áðan yfirfærslugjaldið af vörum, sem er ýmist 30 eða 55 °/0, en ofan á þetta koma sérstök mnflutningsgjöld af fjölda vörutegunda, og nema þau 22, 40 eða 6o°/0 af tollverði vöru að viðbættum aðflutningsgjöldum og 1 o°/Q. (Góðfós lesandi sér, hve ljóst þetta hgg- ur fynr). Þar við bætist síðan 160% leyfisgjald af bifreiðum. Hvort sem nú verður talið réttara að kalla hina ,,viðurkenndu“ hækkun á gengi erlends gjaldeyr- ís 80°/D eða miða hana við eitthvert lægra meðal- tal, þá er það ljóst, að í óllum þeim tilfellum, þar sem yfirfœrslugjald að viðbcettu innfutningsgjaldi og leyfisgjaldi nær ekki bundraðstölu bœkkunar- innar á gengi erlends gjaldeyris, er verið að borga með innflutningnum sem því nemur. Þegar íslenzkur skattþegn sezt að kaffiborðinu þreyttur og mæddur, kann honum að vera nokk- ur fróun í því, að ríkissjóður borgar honum sem svarar fjórða hluta af verði kaffisins, og þó vel það, fyrir að drekka það. En við skulum vona, að hann hugsi ekki út í það jafnframt, að kaffidrykkju- styrkurmn er tekinn af honum sjálfum. Það kynni að spilla ánægjunni. Sannleikurinn er sá, að hér er aðeins um dulbúna neyzlustyrki að ræða, — þetta er þáttur í vísitöludýrkuninni, en áliti mínu á henm hefi ég stundum áður lýst á prenti. Gengislækkun er ekkert læknisráð, ef ekki kem- ur fleira til. Það er jafnvel bugsanlegt að leysa vandamál litflutningsframleiðslunnar með styrkj- um. Fjandanum tókst á sínum tíma að verpa skó- mn austur í Odda, þótt hann þyrfti að hlaupa þrisvar sinnum hringinn í kringum bæinn við hvert nálspor. Hann hefir margsannað, að furðu margt má gera með öfugum klónum. Fjárhagsmál Islendinga þurfa ekki að vera í neinu öngþveiti. Þjóðir, sem voru miklu verr farn- ar, hafa konuzt á réttan kjöl, og er þar skemmst að minnast Þjóðverja undir handleiðslu dr. Er- hardts. Það, sem við þurfum fyrst og fremst, er að all- ur almenningur skilji, bvert við stefnum, — og til þess að það megi takast, er ágætt ráð að kalla hlutina sínum réttu nöfnum, en semja ekki bæði lýsmgarnar á sjtikdómnum og læknisráðin á dul- máli, svo sem tíðkazt hefir. Síðan þarf kjark hjá forystumönnunum til þess að ganga framan að hlutunum. Þegar þetta tvennt er fengið, trúi ég því vart, að þjóðm láti stranda á hinu þriðja, — að vdja leggja ögn á sig í bili til þess að rétta sig úr kútn- um. 1G FRJÁLS VFItZLUN — FYLGIRIT

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.