Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Page 19

Frjáls verslun - 01.05.1959, Page 19
Við erum alitof minnugir á það, að við erum fáir, fátækir, smáir, og þótt við tökum þátt í al- þjóðasamstarfi, hættir okkur mjög til þess að vera vakandi um allt það gagn, sem við þykjumst eiga heimtingu á vegna samstarfsins, en að gerast sof- andlegri, þegar kemur að skyldunum. I þessu efni er beinlínis þörf á þjóðarvakningu. Störf Efna- hagssamvinnustofnunar Evrópu hafa venð Islandi til mikilla heilla. Við höfum með þökkum tekið við öllu, sem þar hefur venð að okkur rótt. En í mörg ár var það mín leiða skylda að sannfæra ráðamenn stofnunarinnar um, að Island þyrfti að vera undanþegið flestum af þeim byrðum, sem önnur þátttökuríki tóku á herðar sór. Sama er um afstöðu okkar í NATO. Það er kominn tími til að allir Islendingar gen sór ljóst, að við höfum ekki aðeins öðlazt róttmdi við að verða alfrjáls þjóð, heldur einnig skyldur. Hjá þeim, sem nti ráða málum Islands, virðist sá skilningur efst á baugi, að það só vegna ann- arra, sem við fóllumst á að vera í NATO, og fyrst við sóum svona vænir við þá, eigi þeir að gjalda okkur ríkulega fyrir greiðviknina. En hafi nokkur haft ástæðu til að efast um það áður, að ísland þyrfti á vörnum að halda jafnt á svokölluðum fnð- artímum sem í ófriði, ættu atburðir síðustu vikna í Ungverjalandi að hafa opnað augu manna. Hin- ir brosmildu ferðalangar kommúnismans hafa sýnt böðulshöndina, svo að ekki er um að villast. Hver sem augu hefir hlýtur nú að sjá, hvílík reginfirra það væn, ef sú tillaga næði fram að ganga, sem eitt sinn var borin fram, að varnar- mannvirkin væru skilin hér eftir varnarlaus. Þau áttu að vera tdbúin til notkunar þegar í stað, — og þau væru tilbúin td notkunar þegar í stað, ef tdlagan næði fram að ganga. En þau væru ennþá tilbúnari fyrir árásarmanninn, sem sjálfur velur sór tímann, heldur en fyrir varðmanninn, sem kalla þyrfti á, þegar hættan væn orðin augljós. Og hvað biði Islendinga, ef Rússar hertækju landið? Vitanlega yrði barizt um landið, og vitan- lega yrðu Rússar reknir burt úr landinu fyrr eða síðar. En hvað um þjóðina? Við höfum fregnirnar um mannflutninga frá Ungverjalandi í austræna ánauð í fersku minni. Við höfum heldur ekki gleymt því, að kjarni þjóðanna í Eistlandi, Lett- landi og Litháen var ýnnst drepmn eða fluttur td fjarlægra staða. Ég minnist þess, að einu sinni, þeg- ar óg var í Moskvu, fóru fram svokallaðar ,,kosn- mgar“ td sambandsþings Sovótríkjanna. Við tók- um eftir því útlendmgarnir, að í skránni um þing- mennina voru engir fulltrúar frá tveimur ríkjum mnan rússneska sambandslýðveldisms. Nánari rannsókn sýndi, að þessi ,,lýðveldi“ voru ekki leng- ur til. Og ekki nóg með það. Öllum íbúunum hafði venð dreift austur um Síberíu. Þeir höfðu unnið það td saka, eftir meira en 20 ár í sælurík- inu, að fagna jafnvel herjum Hitlers, er þeir tóku landið herskildi. Er menn minnast þessara dæma, halda þeir þá, að Rússar myndu hika við að flytja austur 160 þúsund manna þjóð, er þeir teldu sór óvinveitta, — það er að segja þann hluta hennar, sem þeir hefðu ekki þegar búið hinnztu hvíld í móðurmoldmni. Við verðum að liorfast í augu við staðreyndirnar. FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.