Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Qupperneq 30

Frjáls verslun - 01.05.1959, Qupperneq 30
hugsa sér að gera það með lántökum, en þá væri beinlínis verið að velta skuldinni fyrir eyðslueyri dagsins í dag yfir á síðan tíma. Við værum að lifa á kostnað þeirra, sem eiga að erfa ríkið, í stað þess að búa í haginn fyrir þá. Ég gen varla ráð fyrir, að sú stefna ætti marga formælendur. Þó neita óg því ekki, að óg hefi heyrt raddir um það, að Seðlabank- inn ætti að hlaupa undir bagga, ekki að öllu leyti, en þó nægilega til að liðka allt kerfið, eins og þess- ír menn segja. En hver væri afleiðingin af því? Fyr- ír hverjar i ooo krónur, sem útfutningsframleiðsl- an færir til landsins, á hún að gefa ávísanir á kaup- mátt fynr upp undir 1500 krónur. Þetta eru m. a. ávísanir á erlendan gjaldeyri, — ávísanir, sem engin leið er að greiða, því að ínnstæðuna vantar. Styrkjastefnan er ekki ein um að valda verðþenslu í þessu landi, og hér er ekki tækifæri til þess að rekja allar orsakir verðþenslunnar. En þótt engin önnur ástæða væri til þess að innheimta alla styrk- ina í sköttum jafnóðum og þeir eru veittir, væri það lífsnauðsyn til að vernda þann litla forða af erlend- um gjaldeyri, sem við ráðum yfir. Nettó-ágóði þjóðarheildannnar af styrkjunum verður því eng- ínn. Það sem þjóðin hefir upp úr krafsinu er hærra verðlag, annað ekki. Jú, annað td, þetta sem nú er fanð að kalla ,,eignatilfærslu milli stétta þjóð- félagsins“. Og það vill svo óheppilega til, að ein- mitt þessar ,,eignatilfærslur“ eru drjúgur þáttur í aukinni verðþenslu og veikja íslenzku krónuna út á við, og má hún þó sízt við því. Þetta er auð- velt að rökstyðja, þótt ég vilji ekki lengja mál mitt með því að sinni. Adeginreglan: jafnar verðbœtur fyrir allan útflutning Hitt kann ýmsum að virðast furðuleg fullyrð- mg sem ég sagði áðan, að uppbæturnar ættu að vera jafnar á allan útflutning. Er ekki sjálfsagt, að þeir fái mein styrk, sem meira þurfa á honum að halda? Hvers vegna að vera að styrkja þá útflutnmgsframleiðslu, sem get- ur bjargað sér sjálf við núverandi aðstæður? Væn það ekki hrein fjarstæða að veita t. d. styrk til út- flutnings á hvalafurðum eða brotajárni, þegar sagt er, að hvort tveggja megi enn selja úr landi án halla? En þarna er einmitt ein höfuðhættan við styrkja- stefnuna. Ef menn sofa nógu lengi undir fýlunga- fiðri í fjósbaðstofu, verða þeir samdauna umhverf- inu, og það þarf utanbæjarmann til þess að segja þeim, að þefurinn af þeim sé ekla góður. Eins eig- um við á hættu að verða samdauna við styrkja- pólitíkina og fara að trúa því, að það sé raunveru- lega venð að ,,styrkja“ útflutninginn — þótt við hins vegar játum, að hann eigi ,,kröfu“ á því. Og framhaldið af þessum hugsanagangi er það, að far- íð er að styrkja vissar greinar útflutningsframleiðsl- unnar á annarra kostnað, og þá þær mest, sem sízt skyldi, því að vitanlega er dl útflutningsfram- leiðsla, sem á engan rétt á sér. ,, Fra msó k nar-ýsan Sami hugsanagangunnn breiðist út stig af stigi. Menn heimta, að ríkið tryggi þeim „rekstrar- grundvöll“, styrkirnir eiga að vera nægir til þess að allir nema alverstu skussarnir — og raunar helzt þeir líka, að þeirra eigin áliti, — beri sæmilega úr býtum. rogararnir hætta að vera atvinnutæki en verða í stað þess atvmnujöfnunartxki. Ef minna er upp úr einu að hafa en öðru, á það að jafnast með styrkjum. T. d. er styrkurinn miklu hærri fyrir smáfisk og þó einkum fyrir ysu en fynr gol- þorsk, af þvt að þaÓ borgar sig verr að framleiða það. Afleiðingin hlýtur að verða sú, að menn fái tilhneigmgu til að sækja styrkjamið 1 staðinn fyrir fiskimið. Gamansamur vinur minn sunnan með sjó sagði mér í vetur, að liann væri þa stundina að gera báta sína út á ,,Framsóknar-ýsu . Meira en helmingur af því sem hann dro var nkisstyrkur. Flísin í augum Frakka Það er auðveldara að sjá flísina í auga bróður síns en bjálkann í sínu eigin. Ég ætla því að nefna eitt erlent dænu. Frakkar hafa gengið mjög langt í því að styrkja vissar greinar innlendrar fram- leiðslu, en þó framar öllu vínyrkjuna. Vínbænd- 30 FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.