Frjáls verslun - 01.05.1959, Page 34
kallaðir og voru orðnir einskis virði, meðan verið
var í burtu. — Ástæðan til þess að ég var á þessu
flakki, var einmitt sú, að ég var sendur landa á
milli til þess að vinna að verzlunarsamnmgum fyr-
ir Island, svo að ég befi ofurlitla reynslu af höft-
unum, sem ég var að tala um. En svo mikil hefir
breytingin orðið í þessum efnum í Evrópu vestan
tjalds, að það er ekki aðeins að menn ferðist nú
óhindrað og áritunarlaust milli flestra eða allra
þátttökurikja í efnahagssamvinnunni, heldur eru
verzlunarhöft víðast hvar að verða öllum almenn-
ingi gleymt hugtak í þessum löndum. — Það væri
þá helzt að ísland hefði verið fastheldið á fornar
minjar, og að sú þjóð, sem þetta land byggir, befði
enn skilyrði til þess að skilja af reynslu, hvað átt
sé við með innflutningsleyfum, gjaldeyrisleyfum,
yfirfærsluleyfum, útflutningsleyfum, útflutnings-
styrkjum, niðurgreiðslum og uppbótum og hvað
þeir nú heita allir dýrgripirnir á þessu minjasafni,
— þessir munir, sem grannþjóðir okkar hafa verið
að keppast við að kasta fyrir borð á undanförnum
árum.
Aukið frelsi —
Við vitum ennþá, hvað það er að búa við þessa
hluti, og einmitt þess vegna er okkur þörf á að
íhuga, hvermg það væri að vera án þeirra. Eíafa
þau lönd, sem losað hafa um höftin eða sleppt
þeim alveg, gengið til góðs götuna fram eftir veg
undanfarinn áratugp
Ég veit, hversu þreytandi það er að hlusta á
tölur í útvarpserindum, og skal því ekki nefna
mörg dæmi, þótt af nægu sé að taka. Heildarfram-
leiðsla þátttökuríkjanna var 58% hærri árið 1957
heldur en 1948. Neyzla almennmgs hafði ekki
aukizt alveg eins mikið, en þó mjög verulega eða
um 44%, og framleiðsla á stáli og rafmagni, sem
einmitt er góður mælikvarði á grundvallaratriði í
iðnaðinum, hafði meira en tvöfaldazt.
Rœða Adarshalls — ,,Niet“ Adolotovs
Það átti sér vitanlega sinn aðdraganda, að Efna-
hagssamvinnustofnuninni var komið á laggirnar.
Stundum er erfitt að benda á emstakt atvik, er
komið hafi af stað merkilegri sögulegri þróun, en
hér er auðvelt að benda á þáttaskilin. Hinn 5. júní
1 947 hélt þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, Marshall hershöfðingi, ræðu í Harvardhá-
skólanum og bauð Evrópu hjálp Bandaríkjanna
til fjárhagslegrar viðreisnar. Hann setti aðeins eitt
skilyrði, — Evrópa yrði að ganga að því að hjálpa
sér jafnframt sjálf, þ. e. a. s. hvert Evrópuríki yrði
að fallast á að reyna að styðja hin í hinm sameigin-
legu viðreisn.
Vegna þess að oft verður vart misskilnings ein-
mitt um það atriði, er vert að minna á það, að til-
boði Marsballs var ekki beint gegn neinum, nema
aulaskapnum og öngþveitinu. Það náði jafnt til
Austur-Evrópu og Vestur-Evrópu, enda tók Molo-
tov þátt í fyrstu undirbúningsráðstefnu Evrópu-
stórveldanna um málið, sem baldin var í París þeg-
ar í júní 1947- En þetta gerðist meðan niet-tíma-
bilið var í fullum blóma, og það var ekki aðeins
að Stalín hafnaði þátttöku Sovétríkjanna, heldur
bannaði hann grannríkjum sínum þátttöku, ef þau
vildu halda vináttu hans.
Reiptog mm milljarðana
1 fyrstu var það aðalverkefm stofnunarinnar að
skipta efnahagsaðstoð Bandaríkjamanna milli þatt-
tökuríkjanna, en þessi aðstoð, sem veitt var á ár-
unum 1948—52, — Marshall-féð, — nam sam-
tals meira en 13 milljörðum dollara. Bandaríkja-
menn sögðu: Við viljum að sönnu fylgjast með
því, hvernig þessu fé er vanð, en þið verðið að
koma ykkur saman um það sjálfir, hvernig þið
skiptið því. Áheyrendur mínir geta vafalaust gert
sér í hugarlund, að það var ekkert smáræðis reip-
tog, sem átti sér stað innan stofnunarinnar um
skiptingu Marshalls-fjárins, og að margur þóttist
eiga að fá meira
að lokum. En öll árin tókst það samt að ná fullu
samkomulagi um skiptinguna, því að samhljóða
atkvæði aðildarríkjanna þurfti um þetta, svo sem
öll önnur meiri háttar atriði.
Það var því engin smávegis þjálfun í samvinnu
fyrir snuð sinn en hann hlaut
34
J'RJÁLS VEUZLIJN — FYLOIRIT