Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.05.1959, Qupperneq 35
þjóða á milli, sem fekkst í þessari stofnun. Þarna var ekki, svo sem stundum ber við á alþjóðasam- komum, nóg að samþykkja frómar óskir, heldur varð að finna raunhæfa lausn vandamálanna. Þátttökuríkin í Efnahagssamvinnustofnumnm eru 17, og talið að samanlögð íbóatala þeirra só um 290 milljónir. Auk þess eru Bandaríkm og Kanada það sem kallast á ensku „associated coun- tries“, — aukafélagar eða eins konar styrktarfé- lagar, — og loks taka Spánn og Jugóslavía þátt í sumum greinum efnahagssamvinnunnar og hafa áheyrnarfulltrúa á öðrum fundum. — Hvernig fer þessi stón hópur að vinna saman og koma sér saman? Horfið frá pukrinu Ég held, að eitt nukilsverðasta atriðið í þvf efm sé það, að ríkisstjórnir þátttökuríkjanna hafa kom- íð sér saman um að hverfa frá pukurstefnunm, hafa fallizt á að ræða vandamál sín við hin þátt- tökuríkin svo sem þau væru — það, sem þau raun- ar oftast eru, — sameigmleg vandamál. Hjá ein- valdsstjórnum, sem alltaf telja sig alvitrar (annars hættu þær að vera einvaldsstjórnir), er stjórnað með tilskipunum, hvaða nafni sem þær eru nefndar. En ég minnist þess, að eitt sinn var sagt, að Efnahags- samvmnustofnunm stjórnaði með spurningaskrám. Þetta er náttúrlega sagt í gamni, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Starfsmenh stofnunarinnar vinna úr þeim upp- lýsingum, sem berast frá fulltrúum einstakra þjóða eða á annan hátt. Þeir búa málin í hendur sér- fræðinganefnda, þar sem öll þátttökuríki sem þess óska, eiga fulltrúa. Viss mál fara síðan fyrir ráð- gjafarnefndir, þar sem færri fulltrúar eiga sæti, sérfræðingar, sem kosnir eru í þessar nefndir vegna persónulegra verðleika, en ekki tilnefndir sem full- trúar einstakra ríkja. Þegar málin hafa verið rædd fram og aftur í nefndum, undirnefndum og ráð- gjafarnefndum, fara þau fyrir svokallaða fram- kvæmdanefnd, sem fulltrúar 7 ríkja eiga sæti í, og er skipt um þá að nokkru leyti árlega. Loks fara málin þaðan fyrir ráðsfund. Fjöldi mála hlýt- ur endanlega eða bráðabirgðaafgreiðslu á venjuleg- um ráðsfundum fastafulltrúanna, en þeir fundir eru að jafnaði háðir vikulega. Mein háttar mál fara fyrir ráðherrafundi td endanlegrar samþykktar, og eru þeir fundir haldnir nokkrum sinnum á án, eft- ir því sem þörf krefur. Aðalritari og aðstoðarmenn hans hafa ekki at- kvæði um úrslit mála, en með persónulegum áhrif- um sínum geta þeir oft látið td sín taka. Hafa þeir og oft átt þátt í því að sætta sjónarmið, sem rákust dlilega á hjá fulltrúum einstakra ríkja. Það hefir verið stofnuninni mikið happ, að í starf aðalritara hafa valizt tveir mikilhæfir Frakkar hvor eftir ann- an. Þeim hefir í furðanlegum mæli tekizt það, sem mikilvægast er í þessari stöðu, að láta þau sjónar- mið, sem þjóðernið áskapar hverjum manni, víkja fyrir óhlutdrægu heildarsjónarnuði. Sömu reynslu hafði ég og af fjölda annarra hinna æðri starfs- manna stofnunarinnar. Skrafað og skrifað Lýsingin, sem ég hefi gefið á starfsaðferðum stofnunarinnar, er ærið stuttaraleg, en ekki kæmi mér það á óvart þótt einhver segði, að margir væru fundirnir og mikið hlyti að vera talað á þessum stað. Ég skal verða seinastur manna til að neita því. Þarna var bæði skrafað og sknfað, og það gat verið óhugnanlegt fyrir jafnfámenna sendinefnd og þá íslenzku að eiga að fylgjast með því öllu. Einu sinni rétt í fyrstu man ég eftir, að ég var boðaður á rösklega 30 fundi sama daginn. Þar sem nú eru nær 1 o ár liðin, áræði ég að meðganga, að ég skróp- aði á þeim flestum, enda voru allt að 1 o haldnir samtímis. Sumir ræðumenn gátu einmg orðið nokkuð langorðir. Einu sinni þurfti ég að fara af ráðsfundi, meðan góður vinur minn, mælskumað- ur mikill, var að tala. Ég skrapp til Madrid, gekk frá verzlunarsamningi við Spán, kom aftur td París- ar og á ráðsfund. Viti menn. Var ekla vinur minn enn að halda ræðti. Ég hefi alltaf haldið því fram bæði við hann og aðra, að þetta hafi verið sama ræðan, sem entist í viku eða hálfan mánuð. FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.