Frjáls verslun - 01.05.1959, Qupperneq 39
inu, og kapellur í bönkunum, sem verzla með er-
lendan gjaldeyri.
Ég hefi svo mörg orð um þetta, af því að mér
er ljóst, að hér á landi er nú að vaxa upp kynslóð
manna, sem ber hita og þunga dagsins í viðskipt-
um sem öðru, en hefir aldrei kynnzt frjálsum við-
skiftum af eigin raun, kynslóð, sem hefir tilhneig-
ingu til þess að lita á það sem náttúrulögmál, að
ekkert megi gera án leyfis yfirvaldanna.
Við megum ekki lá þeim, sem aldrei hafa séð
hest hreyfa sig án hnappeldu á framfótum, þótt
þeir telji það eðlilegt göngulag hestsins að hoppa
í hafti, en við þurfum að reyna að vekja hjá þeirn
forvitnina á því hvermg fæn, ef við skærum á
hnappelduna.
Ég hefi nú rætt nokkuð um strauma og stefn-
ur í verzlunarmálum hér ínnanlands. Þótt forvíg-
ismennirnir að þessum stefnum eigi ýmist lof eða
last fyrir aðgerðir sínar, er ekki því að leyna, að
afstaða leiðtoganna, hvort heldur hefir verið í átt
frelsis eða ríkisforsjár, hefir markazt af þeim stefn-
um, sem uppi hafa verið erlendis.
Ekki er laust við að mér hafi þó fundizt við
fljótan til náms á það sem síður skyldi, haftastefn-
una, þegar hún hefir skotið upp kollinum erlend-
is. „Auðlærð er ill danska“ var máltæki í æsku
minni. Það er a. m. k. svo, að undanfarin i o ár hef-
ir haftastefnan verið á hröðu undanhaldi í hinum
frjálsu löndum, og þá fyrst og fremst í þátttöku-
ríkjum Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu eða
vestan tjalds á alþýðlegu máli.
Fáni viðsloptafrelsisins hefir nú aftur verið dreg-
inn að hún hjá þeim þjóðum, sem eru í farar-
broddi í sókn vestrænna þjóða fram á við. En þótt
ég segi, að þessi fám hafi ,,aftur“ venð dreginn
að hún, er það ekki svo að skilja að fylgismenn
viðskiptafrelsisins í dag hafi ekkert lært og engu
gleymt. Forvígismenn viðskiptafrelsisins a ip. öld
höfðu kjörorðið ,,laissez-faire“ — „látið það eiga
sig“, en slíkt algert afskiptaleysi á sér formælend-
ur fá í dag. Styðjum hver annan til heilbngðrar
samkeppni, gæti verið kjörorð OEEC; innan þess
félagsskapar er að miklu leyti um jafningja að ræða,
Hvad getur embættið gert fyrir yður?
en hin nýja afstaða gagnvart þeim löndum sem
skemmra eru komin í efnahagsþróun, er þó kann-
ske enn merkilegri. Áður var litið á þessi lönd sem
akur auðmagnsins frá iðnaðarlöndunum; nú cr
höfuðáherzlan lögð á að hjálpa þeim fram á við, til
efnahagslegrar og pólitískrar velmegunar og sjálf-
stjórnar.
Alþjóðastofnanirnar, sem að þessu vinna, eru
orðnar margar. Alþjóðabankinn, Alþjóða-gjaldeyr-
issjóðurinn, Matvælastofnun S.Þ. Kannske mætti
einnig nefna UNESCO og Heilbngðismálastofn-
un S.Þ. (WHO) í þessu sambandi. NATO get-
ur, auk þess að vera varnarbandalag, verið milli-
göngumaður um fjárhagslegan stuðning þátttöku-
ríkja hvers við annað, — svo senr dænnn sanna. Þó
er það OEEC ásamt dótturstofnun sinni EPU —
Greiðslubandalagi Evrópu—, sem mestu hefir kom-
íð til leiðar um frjálsari verzlun og frjálsari greiðsl-
ur innan Evrópu. Þaðan hefir á undanförnum i o
FIUÁLS VEHZLUN — FYLGIRIT
3!)