Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.05.1959, Qupperneq 47
kvæmd samningsins eða endurskoðun til hennar, e£ aðrar leiðir reynast ófærar. Þótt þessi sérstaka nefnd hafi ekkert endanlegt úrskurðarvald, er þarna mikil stoð fyrir þann, sem flytur sanngjarnar kröfur, en þykist ekki mæta nægum skilningi. I yfirlýsmgu fastafulltrúa Isands, Hans G. Andersens sendiherra, á ráðsfundi Efnahagssam- vinnustofnunarinnar er lýst afstöðu ríkisstjórnar Islands um tvö efnisatriði. Þarna er raunar komizt dálítið óvenjulegða að orði, að nnnnsta kosti í hinni íslenzku þýðingu textans, því að sagt er, að þctta sé ,,mat utanríkisráðherra“ á afstöðu ríkisstjórnar- innar í þessum efnum. Ég hefi rökstuddan grun um, hvernig á þessu orðavali stendur. Fer þó ekki út í þá sálma, því að lögfræðilcga hefur þessi sér- vizka í orðavah alls enga þýðingu. Ráðherrann er í þessa stöðu vahnn til þess að ,,meta“ það, hvað ríkisstjórnin ætlar sér í utanríkismálum, og það er hans starf að binda ríkisstjórnina alla — og landið í heild — gagnvart erlendum ríkjum með yfirlýs- mgum sínum. Fyrra atriðið, sem yfirlýsingin fjallar um, er rctt- ur erlendra fiskislapa til þcss að leita vars undir ströndum Islands í óveðn eða ef skip er í nauðum statt a£ einhverjum ástæðum. Það er gremilega tek- ið fram, að hér sé ekki um neinar nýjar ívilnanir að ræða. Aðeins er verið að staðfesta það, að við ætlum eins og hingað til að hegða okkur eins og siðaðir menn um túlkun lagabókstafsins í þessum tilfellum og ekki níðast á mönnum í sjávarháska. Meira að segja er þarna sett nýtt skilyrði, sem er réttmætt, til þess að komast hjá því að þessi linkind verði notuð að fölsku yfirvarpi af land- helgisbrjótum. Þeir, sem vilja njóta þeirra fríð- mda að leita vars í sjávarháska með óbúlkuð veið- arfæri, verða nú að tilkynna landhelgisgæzlunni um ferðir sínar. I sambandi við þetta er það einnig staðfest, að eins og hingað til megi erlend fiski- skip, sem leita hafnar vegna vélbilunar eða af öðrum svipuðum ástæðum, selja afla sinn þar, ef annars væri hætt við að aflinn skemmdist, meðan viðgerð fer fram. Þetta er, svo sem réttilega er tek- íð fram í yfirlýsingunni, ekkert nýmæli. Mun réttur þcssi fyrir löngu hafa venð staðfestur með dónu Hæstaréttar. Síðara atnðið mætti að formi til kalla nokkra ívilnun við ríkisstjórn Bretlands. Þar er lýst yfir því (sem ,',mati“ utanríkisráðherra), að engin ný skref verði stigin um víkkun fiskveiðitakmarkanna umhverfis ísland, fyrr en næsta þing Sameinuðu þjóðanna (þ. e. það þing, sem nú situr) liafi lokið umræðum sínum um skýrslu Alþjóða-laganefnd- arinnar, en skýrsla sú fjallar einnutt um landhelgi og skyld mál. Þmgi Samemuðu þjóðanna verður væntanlega fljótt lokið, svo að ekki er nú frestur- inn langur, sem við erum samningsbundnir um aðgerðaleysi. Það cr og a£ okkar bvötum sjálfra, að fiskveiðitakmörkin eru þarna rædd, og við höf- um ætíð látið mjög að okkur kveða um afgreiðslu þess máls á vettvangi Samemuðu þjóðanna. Eng- um ábyrgum nianiu gat til hugar konnð í alvöru, að við færuni að flytja línuna utar rétt áður en málið kom á dagskrá á þessum alþjóðavettvangi. Nokkur viðbót er við þessa yfirlýsingu utan- ríkisráðherra. I sambandi við framtíðarlausn fisk- veiðitakmarkanna kveður hann það æskilegt, er ríkisstjórn íslands hafi gefizt tóm til að athuga málið aftur, að lokinni meðferð þess á þingi Sam- einuðu þjóðanna, að tilkynna þá ráði Efnahags- samvinnustofnunarinnar niðurstöður þær, sem rík- isstjórnin hefir konuzt að. I þessu virðist felast ,,gentlemen’s agreement“ um að rœða þessar nið- urstöður innan stofnunarinnar, en ekki getur þetta bundið okkur til þess að bíða eftir neinni eilífðar- athugun, ef við teljum málum okkar betur borgið með skjótum aðgerðum. Af þeim atriðum, sem fram komu í yfirlýsingu fulltrúa Bretadrottnmgar, er aðallega vert að benda á þann fyrirvara, að samkomulag það, sem gert hefir venð, feli ekki í sér viðurkenningu Breta- stjórnar á lagagildi ákvarðana ríkisstjórnar Islands um fiskveiðitakmörkin. Þess var að sjálfsögðu að vænta, að Bretar gerðu þennan fyrirvara. De jure situr hvor aðili við sinn keip eins og fyrr, en de facto fáum við að framkvæma línuna frá 1952, unz eitthvað nýtt gerist í málinu. PRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.