Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 14
14 F RJA4.S VERZLUN viáskiptaheimurinn BRETLAND Wilson hefur gert miklar breytingar á stjóm sinni og sjálfur tekið að sér yfirstjórn efnahagsmálanna. ^ DANMÖRK Jens Ottó Krag forsætisráðherra, sem einnig hefur gegnt embætti utanríkisráðherra að undanförnu, lét fyrir skömmu af því embætti, og við tók aðalfulltrúi Dana hjá SÞ, Tabor. Veitir Krag víst ekki af því að einbeita sér að innanlands- og efnahagsmálum, því að þar kreppir skórinn aðallega. Fylgi sósíaldemókrata hefur farið ört minnkandi að undanförnu. Stjómar Krag með stuðningi flokks Aksels Larsens. Flokkur Larsens er þó illilega klofinn. Hafa borgaraflokkarnir nú stórunnið á. ÍSRAEL ísraelsmenn óska eftir aukaaðild að Efnahagsbandalaginu. $> KANADA í kjölfar heimsóknar De Gaulle til landsins berast þær fréttir, að hann reyni að hvetja frönsk fyrirtæki til fjárfestingar í Quebeck. Síðan 1960 hefur fjárfesting Frakka í Kanada tvöfaldazt og nemur nú um 400 milljónum dala. De Gaulle segir það skyldu franskra fjármála- manna að bjarga Quebeck frá gini Wall Street. KÍNA Enn þá æsist leikurinn í menningarbyltingu öreiganna. Ástandið í Mið- og Suður-Kína nálgast borgarastyrjöld. Þúsundir manna hafa látið þar lífið eða særzt. Maó reiðir sig á herinn, en ýmislegt bendir til, að tök formannsitns á honum séu að losna. Átök hafa orðið við Indverja. <s> SOVÉTRÍKIN Byltingarafmælisárið 1967 átti að verða ár mikilla sigra. Raunin hefur orðið önnur. Rússar syrgja geimfara sinn. Svetlana Stalínsdóttir flúin. Varsjárbandalagið riðar til falls. Arabar eru rússneskum skatt- borgurum æði dýrir. Kína fjandskapast. Austur-Evrópuríkin snúa sér í vesturátt eftir tækniaðstoð og lánum. Það er eins gott að hressa upp á ástandið með góðri hersýningu 7. nóvember. SUÐUR-AMERÍKA Er ný Kúba að rísa á legg í Suður-Ameríku? Kastró reynir að breiða út byltingu sína. Um alla Mið- og Suður-Ameríku kyndir hann undir óánægjukötlunum. í Bandaríkjunum styðst hann við öfgafyllstu blökkumannasamtökin. En það eru mörg ljón á veginum. Rússar líta starfsemi hans hom- auga. Kastró er fjárvana, og fylgismenn hans og skæruliðar eru marg- klofnir. SVÍÞIÓÐ Svíar hafa nú tekið upp hægri umferð. Var þetta talið nauð- synlegt vegna tíðra slysa í umferðinni. Með auknum og bættum sam- göngum landa milli vildi mönnum verða hált á sænsku umferðarregl- unum, þegar þeir höfðu ekið í öðrum Evrópulöndum. Var fjöldi dauðs- falla í umferðinni í Svíþjóð 6.8 árlega á hverjar 10000 bifreiðar, en einungis 6.3 i Bandaríkjunum. — Kostnaður við breytinguna: líklega um 5000 milljónir íslenzkra króna — auk mannslífa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.